Ráðstefna FNS: Ertu í þögla hernum?

Miðasala fyrir haustráðstefnu FNS er í fullum gangi og ætlum við þess vegna að kynna fyrir ykkur erindi fyrirlesara næstu daga. Fyrst kynnum við til leiks erindi Sigríðar Indriðadóttur, framkvæmdastjóra, ráðgjafa og þjálfara, en erindið ber heitið:

Er ég í þögla hernum… eða vel ég að vera valdefldur leiðtogi?

Í þessari valdeflandi vinnustofu fáum við að kynnast bæði þögla hernum og valdeflandi leiðtogum og í raun taka afstöðu til þess hvorum hópnum við viljum tilheyra á okkar vinnustað. Þögli herinn er almennt þéttskipaður öflugu, góðu og heiðarlegu starfsfólki sem á það sameiginlegt að sjá að eitthvað er ekki í lagi á vinnustaðnum þegar kemur að hegðun, frammistöðu, þjónustu eða árangri – en segir samt ekki neitt. 

Þögli herinn ástundar engan hernað en bíður oft átekta eftir að málin leysist af sjálfu sér. Hvers vegna er það? Það er sannarlega ekki herskylda í þögla hernum, svo af hverju velja svo mörg að tilheyra honum?

Við ræðum vítt og breitt um tilurð og áhrif þögla hersins, sem og ávinninginn af því að valdefla einstaklingana á vinnustaðnum og gefa þar með þögla hernum rödd og virkja hann frekar til góðra verka. 

Valdefldu leiðtogarnir eru oft miklu fáliðaðri en þögli herinn. Við fáum að kynnast því hvað einkennir valdefla leiðtoga og í því samhengi skoðum við ólíkar leiðir til að valdefla okkur sjálf ef við veljum að tilheyra þeim hópi og hafa jákvæð áhrif á líðan fólks og árangur á okkar vinnustöðum. 

Við fáum líka tækifæri til að skoða hvort og þá hvernig við getum speglað innihald erindisins inn í störfin okkar, hvort sem við erum að vinna með börnum, unglingum, ungmennum eða fullorðnu fólki.

Hér er dagskrá ráðstefnunnar:

Við hlökkum gríðarlega til dagsins með ykkur, kæra félagsfólk.

Miðasala fyrir haustráðstefnu FNS er í fullum gangi og ætlum við þess vegna að kynna fyrir ykkur erindi fyrirlesara næstu daga. Fyrst kynnum við til leiks erindi Sigríðar Indriðadóttur, framkvæmdastjóra, ráðgjafa og þjálfara, en erindið ber heitið:

Er ég í þögla hernum… eða vel ég að vera valdefldur leiðtogi?

Í þessari valdeflandi vinnustofu fáum við að kynnast bæði þögla hernum og valdeflandi leiðtogum og í raun taka afstöðu til þess hvorum hópnum við viljum tilheyra á okkar vinnustað. Þögli herinn er almennt þéttskipaður öflugu, góðu og heiðarlegu starfsfólki sem á það sameiginlegt að sjá að eitthvað er ekki í lagi á vinnustaðnum þegar kemur að hegðun, frammistöðu, þjónustu eða árangri – en segir samt ekki neitt. 

Þögli herinn ástundar engan hernað en bíður oft átekta eftir að málin leysist af sjálfu sér. Hvers vegna er það? Það er sannarlega ekki herskylda í þögla hernum, svo af hverju velja svo mörg að tilheyra honum?

Við ræðum vítt og breitt um tilurð og áhrif þögla hersins, sem og ávinninginn af því að valdefla einstaklingana á vinnustaðnum og gefa þar með þögla hernum rödd og virkja hann frekar til góðra verka. 

Valdefldu leiðtogarnir eru oft miklu fáliðaðri en þögli herinn. Við fáum að kynnast því hvað einkennir valdefla leiðtoga og í því samhengi skoðum við ólíkar leiðir til að valdefla okkur sjálf ef við veljum að tilheyra þeim hópi og hafa jákvæð áhrif á líðan fólks og árangur á okkar vinnustöðum. 

Við fáum líka tækifæri til að skoða hvort og þá hvernig við getum speglað innihald erindisins inn í störfin okkar, hvort sem við erum að vinna með börnum, unglingum, ungmennum eða fullorðnu fólki.

Hér er dagskrá ráðstefnunnar:

Við hlökkum gríðarlega til dagsins með ykkur, kæra félagsfólk.