Nú líður að árlegri haustráðstefnu FNSí tilefni Dags náms- og starfsráðgjafar. Fræðslunefnd hefur lokið við að setja saman glæsilega dagskrá fyrir ráðstefnuna sem ber að þessu sinni heitið VÖXTUR OG VELLÍÐAN og verður á Reykjavík Natura, fimmtudaginn 17. október n.k.
Dagskráin verður eftirfarandi:
09:30 Mæting, kaffi og spjall
10:00 Jóhanna María Vignir, formaður setur ráðstefnuna
10:20 Sigríður Indriðadóttir: Er ég í þögla hernum… eða vel ég að vera valdefldur leiðtogi
12:00 Hádegismatur og spjall
13:00 Björgvin Franz: Okið undan sjálfum mér
13:50 Félagsmaður heiðraður
14:10 Kaffi og spjall
14:30 Ragnhildur Þórðardóttir (Ragga nagli): Heilbrigð mörk – lærum að setja og virða mörk
16:30 Jónína Kárdal, fyrrum formaður
16:40 Skálum fyrir okkur
Hér getur fólk keypt miða á ráðstefnuna. Athugið að félagsfólk fékk sendan afsláttarkóða í gegnum póstlista félagsins sem hægt er að nýta til lækkunar á aðgöngumiðanum.
Snemmskráningarverð gildir til 4. október fyrir félagsfólk FNS, með því að nýta kóðann og er miðinn þá á 22.000 kr.-
Eftir það greiðir félagsfólk 25.000 kr fyrir miðann með afsláttarkóðanum. Almennt verð á ráðstefnuna er 30.000 kr.- Síðasti dagurinn til að skrá sig á ráðstefnuna er 11. október.
Við hlökkum til að hitta ykkur öll.