Hrönn Baldursdóttir, Líney Árnadóttir og VIRK Starfsendurhæfing hljóta viðurkenningu Félags náms- og starfsráðgjafa.

Félagið veitir árlega viðurkenningu til handa félagsmanni. Tilgangur slíkrar viðurkenningar er að vekja athygli á fagmennsku og nýsköpun í starfi náms- og starfsráðgjafa og framlagi einstakra félagsmanna til fags og stéttar. Framlag viðkomandi er metið mikils og eftir því tekið á meðal félagsfólks enda taka þeir þátt í að tilnefna til viðurkenningarinnar.

Stolt og sameinuð stétt í sókn

Einn stærsti viðburður í starfi félagsins er í sjónmáli - haustráðstefna FNS á Akureyri!

Það er spennandi dagskrá framundan þar sem félagsfólk, áttatíu talsins, kemur saman á Hótel KEA og ræðir um fagið, fagmennskuna og fræðin.

 

Fimmtudagur - Múlaberg  10.11.2022

Móttaka og innskráning ráðstefnugesta hefst kl. 8:30 og formleg dagskrá hefst kl. 9.

 

Föstudagur 11.11.2022

Vettvangsheimsóknir.

 

Stolt og sameinuð stétt í sókn

Linkur að Sway fyrir þá sem vilja: Sway fréttabréf

Í fréttum er þetta helst!

Félag náms- og starfsráðgjafa - Fréttapistill  20. október, 2022

 

Kæru félagsmenn, 

Í tilefni af Degi náms- og starfsráðgjafar þann 20. október nk. óskar stjórn félagsins eftir tilnefningum félagsmanna til viðurkenningar fyrir störf í þágu náms- og starfsráðgjafar. 

Tilgangur viðurkenningarinnar er að vekja athygli á fagmennsku og nýsköpun í starfi náms- og starfsráðgjafa og framlagi einstakra félagsmanna til fags og stéttar. Félagið hefur veitt félagsmanni viðurkenningu fyrir störf í þágu náms- og starfsráðgjafar frá árinu 2006. 

Það er óhætt að segja að það sé í mörg horn að líta hjá okkur náms- og starfsráðgjöfum þegar sumarleyfum lýkur, þegar allt fer á fulla ferð og verkefnin mörg.

Nú er starf félagsins í fullum gír og fyrir viku síðan hittust allar nefndir og ráð og gerðu starfsáætlanir fyrir veturinn. Það er því mjög margt áhugavert framundan í vetur.

Fulltrúar nefnda og ráða mættu, bæði í stað og fjar.  Þetta voru fulltrúar frá upplýsinga- og kynningarnefnd, fræðslunefnd, fagráð framhaldsskóla, kjararáð, fagráð atvinnulífsins og siðanefnd.

Ágæta félagsfólk FNS

Skráning er hafin á haustráðstefnu FNS sem haldin verður á Akureyri dagana 10. og 11. nóvember. Helstu upplýsingar um ráðstefnuna má finna í meðfylgjandi auglýsingum.

Skráningin fer fram í gegnum eftirfarandi hlekki:

Fyrir ráðstefnupakka 1 og 2:  https://forms.gle/PJrqGZPkHiH9BHhz6

Fyrir ráðstefnupakka 3 (með gistingu): https://forms.gle/Gz5Xm9WeiJJWZWs86

 

Fyrir hönd stjórnar Félags náms- og starfsráðgjafa vil ég bjóða ykkur velkomin til starfa haustið 2022!

Það er hefjast að nýju eftir gott sumarleyfi sem vonandi allir hafi notið. Ég naut orlofsins svo vel að ég var búin að gleyma lykilorðinu að tölvunni þegar ég mætti nú í byrjun ágúst!

Á síðasta starfsári samþykkti stjórn FNS aðleggja áherslu á sýnileika fags og stéttar, efla samstöðu með margvíslegum hætti og beina sjónum að stafrænni hæfni og miðlun.

Stöðupróf í ensku, dönsku og spænsku verða haldin í FMOS á eftirfarandi tímasetningum:

  • Enska: föstudaginn 26. ágúst kl. 15:00

  • Spænska og danska: föstudaginn 2. september kl. 15:00

Fjöldi eininga sem prófin spanna eru:

  • Enska 20 ein.: 10 ein. á 2. þrepi og 10 ein. á 3. þrepi

  • Danska 10 ein. á 2. þrepi

  • Spænska 15 ein. á 1. þrepi

Pages