Jóhanna María Vignir, náms- og starfsráðgjafi við Gerðaskóla í Suðurnesjabæ, hefur tekið við formannsembætti félagsins af Jónínu Kárdal frá og með 1. október. Jónína hóf störf þann dag sem sérfræðingur á skrifstofu stefnumótunar og innleiðingar hjá Mennta- og barnamálaráðuneytinu og er í vistaskiptum frá starfi sínu hjá Háskóla Íslands. Hún mun koma að verkefnum tengdum náms- og starfsráðgjöf auk annarra verkefna skrifstofunnar.
Aðrar breytingar innan stjórnar eru þær að Aníta Jónsdóttir náms- og starfsráðgjafi við Háskólann á Akureyri tekur við sem ritari stjórnar og Kristín Birna Jónasdóttir náms- og starfsráðgjafi við Borgarholtsskóla sem hefur verið varamaður stjórnar tekur til starfa sem meðstjórnandi og hefur umsjón með félagatali.
Félag náms- og starfsráðgjafa er mjög ánægt með að Mennta- og barnamálaráðuneytið hafi með þessari ráðstöfun ákveðið að leggja áherslu á náms- og starfsráðgjöf og þar með vinna faginu enn betri farveg eins og kveðið er á í Menntastefnu 2030