Mosakaffi – uppbrot í starfi náms- og starfsráðgjafa

Aðsend grein:
Agnes Ósk Snorradóttir náms- og starfsráðgjafi. Fjölbrautarskóla Suðurlands

Það getur verið áskorun að sinna starfi náms-og starfsráðgjafa, það vitum við öll sem störfum við það. Ég tala ekki um þegar nemendahópurinn er ákaflega fjölbreyttur með ólíkar þarfir og þarf því ólíkar nálganir. Það eru ýmsar leiðir farnar til þess að nálgast nemendur og láta öll vita af námsráðgjöfum og þeirri þjónustu sem við bjóðum uppá í framhaldsskólum. Oft eru það náms- og starfsráðgjafarnir sem sjá um að kynna námsframboð fyrir 10. bekkingum og eru því fyrstu andlitin sem 10. bekkingar sjá úr starfsliði framhaldsskólanna. Þegar nýneminn kemur svo í framhaldsskólann eru það oftar en ekki náms- starfsráðgjafarnir sem taka á móti þeim með nýnemakynningu. Maður skyldi því ætla að í upphafi framhaldsskólagöngunnar ættu andlit þeirra að vera orðin afar kunnugleg og auðveld að muna eftir. Við notum líka aðrar aðferðir til þess að minna á okkur. Förum í heimsóknir í kennslustundir, höldum utan um náms- og starfsfræðslu, stöndum fyrir námskeiðum og komum okkur á framfæri á samfélagsmiðlunum svo eitthvað sé nefnt. En það er ekki nóg fyrir nemendur að þekkja andlitin og hlutverk náms- og starfsráðgjafa. Við vitum líka öll hvað það er mikilvægt að nemendur upplifi sig örugg nálægt ráðgjöfum og að þeim líði sem best í umhverfinu sem ráðgjöfin fer fram í. Sé því takmarki náð ættu að vera meiri líkur á því að nemendur leiti til ráðgjafa og ekki síður ætti ráðgjafaferlið að ganga enn betur fyrir sig fyrir öll hlutaðeigandi.

Í þessu samhengi langar mig til þess að segja ykkur frá smá tilraun sem við ráðgjafarnir gerðum í FSu. Tilraun til þess að búa til aðstæður á skrifstofu náms- og starfsráðgjafa sem gefa nemendum tækifæri til þess að kynnast ráðgjöfum og aðstöðu þeirra á óhefðbundinn hátt. Kátir dagar eru uppbrotsdagar í FSu eins og margir framhaldsskólar bjóða uppá. Þá er hefðbundið skólastarf lagt til hliðar og boðið uppá allskonar uppákomur, fyrirlestra og námskeið. Náms- og starfsráðgjafar og félagsráðgjafi breyttu einni skrifstofunni og opnuðu “kaffihúsið” Mosakaffi. Hundurinn Mosi var á staðnum og bauð uppá klapp og knús og nemendur gátu fengið kakó með sykurpúðum, skoðuðu styrkleikaspil ásamt því að finna hvaða dýraandi ( spirit animal) ætti við þau. Það er skemmst frá því að segja að viðburðurinn mæltist gríðarlega vel fyrir. Við þurftum að hleypa inn í hollum. Öll voru brosandi, jákvæð og frábært var að sjá hvað samskipti milli nemenda og Mosa voru opin og einlæg sem smitaði út í samskiptin milli nemenda og svo nemenda og ráðgjafa. Við sáum nemendur tjá sig sem eiga venjulega ekki auðvelt með það og símarnir voru bara notaðir til þess að taka myndir af hundinum. Það voru öll í núinu. Mosi sinnti gestgjafahlutverki sínu vel. Fór ekki í manngreinarálit og gætti þess að öll fengu að klappa honum og knúsa. Hann passaði meira að segja upp á það að taka alltaf á móti nýjum gestum. Það skal tekið fram að Mosi hefði ekki verið settur í þessar aðstæður nema vegna þess að honum var treystandi og að eigandi hans var á staðnum og gætti þess að allt færi vel fram. Náms- og starfsráðgjafar og félagsráðgjafi voru ofan dottinn eftir þessa upplifun sem Mosakaffi var. Við áttum svo sem von á því að Mosi myndi trekkja að. En andrúmsloftið, einlægnin og gleðin sem sveif yfir öllu var mögnuð. Það er ljóst að Mosi fær að koma oftar í heimsókn eftir þessa tilraun og verður áhugavert að sjá hvort heimsókn hans eigi eftir að áhrif á heimsóknir nemenda til ráðgjafa eftir þetta.

Myndir: Agnes Ósk Snorradóttir náms- og starfsráðgjafi

Aðsend grein:
Agnes Ósk Snorradóttir náms- og starfsráðgjafi. Fjölbrautarskóla Suðurlands

Það getur verið áskorun að sinna starfi náms-og starfsráðgjafa, það vitum við öll sem störfum við það. Ég tala ekki um þegar nemendahópurinn er ákaflega fjölbreyttur með ólíkar þarfir og þarf því ólíkar nálganir. Það eru ýmsar leiðir farnar til þess að nálgast nemendur og láta öll vita af námsráðgjöfum og þeirri þjónustu sem við bjóðum uppá í framhaldsskólum. Oft eru það náms- og starfsráðgjafarnir sem sjá um að kynna námsframboð fyrir 10. bekkingum og eru því fyrstu andlitin sem 10. bekkingar sjá úr starfsliði framhaldsskólanna. Þegar nýneminn kemur svo í framhaldsskólann eru það oftar en ekki náms- starfsráðgjafarnir sem taka á móti þeim með nýnemakynningu. Maður skyldi því ætla að í upphafi framhaldsskólagöngunnar ættu andlit þeirra að vera orðin afar kunnugleg og auðveld að muna eftir. Við notum líka aðrar aðferðir til þess að minna á okkur. Förum í heimsóknir í kennslustundir, höldum utan um náms- og starfsfræðslu, stöndum fyrir námskeiðum og komum okkur á framfæri á samfélagsmiðlunum svo eitthvað sé nefnt. En það er ekki nóg fyrir nemendur að þekkja andlitin og hlutverk náms- og starfsráðgjafa. Við vitum líka öll hvað það er mikilvægt að nemendur upplifi sig örugg nálægt ráðgjöfum og að þeim líði sem best í umhverfinu sem ráðgjöfin fer fram í. Sé því takmarki náð ættu að vera meiri líkur á því að nemendur leiti til ráðgjafa og ekki síður ætti ráðgjafaferlið að ganga enn betur fyrir sig fyrir öll hlutaðeigandi.

Í þessu samhengi langar mig til þess að segja ykkur frá smá tilraun sem við ráðgjafarnir gerðum í FSu. Tilraun til þess að búa til aðstæður á skrifstofu náms- og starfsráðgjafa sem gefa nemendum tækifæri til þess að kynnast ráðgjöfum og aðstöðu þeirra á óhefðbundinn hátt. Kátir dagar eru uppbrotsdagar í FSu eins og margir framhaldsskólar bjóða uppá. Þá er hefðbundið skólastarf lagt til hliðar og boðið uppá allskonar uppákomur, fyrirlestra og námskeið. Náms- og starfsráðgjafar og félagsráðgjafi breyttu einni skrifstofunni og opnuðu “kaffihúsið” Mosakaffi. Hundurinn Mosi var á staðnum og bauð uppá klapp og knús og nemendur gátu fengið kakó með sykurpúðum, skoðuðu styrkleikaspil ásamt því að finna hvaða dýraandi ( spirit animal) ætti við þau. Það er skemmst frá því að segja að viðburðurinn mæltist gríðarlega vel fyrir. Við þurftum að hleypa inn í hollum. Öll voru brosandi, jákvæð og frábært var að sjá hvað samskipti milli nemenda og Mosa voru opin og einlæg sem smitaði út í samskiptin milli nemenda og svo nemenda og ráðgjafa. Við sáum nemendur tjá sig sem eiga venjulega ekki auðvelt með það og símarnir voru bara notaðir til þess að taka myndir af hundinum. Það voru öll í núinu. Mosi sinnti gestgjafahlutverki sínu vel. Fór ekki í manngreinarálit og gætti þess að öll fengu að klappa honum og knúsa. Hann passaði meira að segja upp á það að taka alltaf á móti nýjum gestum. Það skal tekið fram að Mosi hefði ekki verið settur í þessar aðstæður nema vegna þess að honum var treystandi og að eigandi hans var á staðnum og gætti þess að allt færi vel fram. Náms- og starfsráðgjafar og félagsráðgjafi voru ofan dottinn eftir þessa upplifun sem Mosakaffi var. Við áttum svo sem von á því að Mosi myndi trekkja að. En andrúmsloftið, einlægnin og gleðin sem sveif yfir öllu var mögnuð. Það er ljóst að Mosi fær að koma oftar í heimsókn eftir þessa tilraun og verður áhugavert að sjá hvort heimsókn hans eigi eftir að áhrif á heimsóknir nemenda til ráðgjafa eftir þetta.

Myndir: Agnes Ósk Snorradóttir náms- og starfsráðgjafi