Stækkaðu framtíðina

Það er stórt verkefni samfélags og menntunar að styðja við börn og ungmenni í leikninni við að móta framtíð sína.

Formaður Félags náms- og starfsráðgjafa var viðstaddur blaðamannafund í gær þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kynntu verkefnið Stækkaðu framtíðina.

Verkefnið hefur það að markmiði að víkka sjóndeildarhring nemenda og gefa öllum ungmennum á Íslandi tækifæri til að eiga fjölbreyttar fyrirmyndir. Er það gert með því að tengja alls konar fólk af vinnumarkaði við skólastofur landsins þar sem það segir nemendum frá starfi sínu og menntun.

Verkefnið Stækkaðu framtíðina, getur annars vegar stutt við markmið náms- og starfsráðgjafar sem er að auðvelda einstaklingum að átta sig á eigin óskum og vilja og efla færni þeirra til að taka farsælar ákvarðanir um nám og starf og hins vegar við hlutverk fagstéttar náms- og starfsráðgjafa sem er að efla hæfileika ráðþega til að taka sjálfstæðar ákvarðanir og bera ábyrgð á eigin ákvörðunum og þroska.

Sjá nánari upplýsingar um verkefnið og skráningu hér

https://www.stjornarradid.is/…/Att-thu-klukkustund-til…/

Það er stórt verkefni samfélags og menntunar að styðja við börn og ungmenni í leikninni við að móta framtíð sína.

Formaður Félags náms- og starfsráðgjafa var viðstaddur blaðamannafund í gær þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kynntu verkefnið Stækkaðu framtíðina.

Verkefnið hefur það að markmiði að víkka sjóndeildarhring nemenda og gefa öllum ungmennum á Íslandi tækifæri til að eiga fjölbreyttar fyrirmyndir. Er það gert með því að tengja alls konar fólk af vinnumarkaði við skólastofur landsins þar sem það segir nemendum frá starfi sínu og menntun.

Verkefnið Stækkaðu framtíðina, getur annars vegar stutt við markmið náms- og starfsráðgjafar sem er að auðvelda einstaklingum að átta sig á eigin óskum og vilja og efla færni þeirra til að taka farsælar ákvarðanir um nám og starf og hins vegar við hlutverk fagstéttar náms- og starfsráðgjafa sem er að efla hæfileika ráðþega til að taka sjálfstæðar ákvarðanir og bera ábyrgð á eigin ákvörðunum og þroska.

Sjá nánari upplýsingar um verkefnið og skráningu hér

https://www.stjornarradid.is/…/Att-thu-klukkustund-til…/