Framhaldsskólakynning í Breiðholti

Grein: Náms- og starfsráðgjafar í Breiðholti

Þann 29. febrúar fór fram stór framhaldsskólakynning í Breiðholtinu sem náms- og starfsráðgjafar allra grunnskóla Breiðholtsins skipulögðu saman. Alls tóku 12 framhaldsskólar þátt í þessum degi og kynntu fyrir nemendum og foreldrum þær fjölmörgu námsleiðir sem hægt er að velja úr. Nemendur eru um þessar mundir að taka ákvörðun um næstu skref og er kynningin mikilvægur liður í markvissri náms- og starfsfræðslu fyrir þau. Mætingin var mjög góð og áhugi nemenda skein í gegn. Alls eru um 290 nemendur í 10. bekk í Breiðholtinu. Nemendur nýttu þennan vettvang til að spyrja spurninga og færast skrefi nær því að taka vel upplýsta ákvörðun um hvaða braut þau vilja feta næst.

Af þessu tilefni var sett saman myndband sem má sjá hér.

Náms- og starfsráðgjafar sem starfa í Breiðholti eru:

Guðný Pálsdóttir, Seljaskóla
Karen Sturludóttir, Ölduselsskóla
Sigríður Filippía Erlendsdóttir, Fellaskóla
Margrét Sigvaldadóttir, Breiðsholtsskóla
Íris Hrund Hauksdóttir, Hólabrekkuskóla

Grein: Náms- og starfsráðgjafar í Breiðholti

Þann 29. febrúar fór fram stór framhaldsskólakynning í Breiðholtinu sem náms- og starfsráðgjafar allra grunnskóla Breiðholtsins skipulögðu saman. Alls tóku 12 framhaldsskólar þátt í þessum degi og kynntu fyrir nemendum og foreldrum þær fjölmörgu námsleiðir sem hægt er að velja úr. Nemendur eru um þessar mundir að taka ákvörðun um næstu skref og er kynningin mikilvægur liður í markvissri náms- og starfsfræðslu fyrir þau. Mætingin var mjög góð og áhugi nemenda skein í gegn. Alls eru um 290 nemendur í 10. bekk í Breiðholtinu. Nemendur nýttu þennan vettvang til að spyrja spurninga og færast skrefi nær því að taka vel upplýsta ákvörðun um hvaða braut þau vilja feta næst.

Af þessu tilefni var sett saman myndband sem má sjá hér.

Náms- og starfsráðgjafar sem starfa í Breiðholti eru:

Guðný Pálsdóttir, Seljaskóla
Karen Sturludóttir, Ölduselsskóla
Sigríður Filippía Erlendsdóttir, Fellaskóla
Margrét Sigvaldadóttir, Breiðsholtsskóla
Íris Hrund Hauksdóttir, Hólabrekkuskóla