Aðalfundur FNS 7. apríl ’25

Aðalfundur Félags náms- og starfsráðgjafa fór fram í Flensborg, mánudaginn 7. apríl síðastliðinn. Nokkrir mættu á staðinn en fundinum var einnig streymt og tóku fleiri þátt á þann máta.

Það dregur helst til tíðinda að á fundinum var nýr formaður kosinn til starfa, það var hún Sandra Hlín Guðmundsdóttir sem starfar sem náms- og starfsráðgjafi í Borgarholtsskóla. Hún var kosin með lófaklappi og var mynd tekin af fráfarandi formönnum með þeim nýja. Það er alltaf spennandi að hefja nýtt formannstímabil sem er að öllu jafna 4 starfsár í senn. Tækifæri gefst til nýrrar stefnumótunnar og þess þá heldur þegar afmælisár er á næsta leyti !

Á fundinum var ársskýrsla fyrir síðasta starfsár borin upp til samþykktar sem og ársreikningur félagsins. Sjá má afrit af ársskýrslunni hér fyrir neðan.

Að lokum má nefna að umræða var um póstlista félagsins, umræðu vettvang félagsfólks og þátttöku á innri vef félagsins. Helstu punkta úr þeirri umræðu má finna í fundargerð Aðalfundarins sem birt verður hér á síðunni eftir fyrsta stjórnarfund nýja starfsársins.

Ný stjórn FNS þakkar þátttökuna á fundinum og óskar félagsfólki til hamingju með nýja formanninn!

Aðalfundur Félags náms- og starfsráðgjafa fór fram í Flensborg, mánudaginn 7. apríl síðastliðinn. Nokkrir mættu á staðinn en fundinum var einnig streymt og tóku fleiri þátt á þann máta.

Það dregur helst til tíðinda að á fundinum var nýr formaður kosinn til starfa, það var hún Sandra Hlín Guðmundsdóttir sem starfar sem náms- og starfsráðgjafi í Borgarholtsskóla. Hún var kosin með lófaklappi og var mynd tekin af fráfarandi formönnum með þeim nýja. Það er alltaf spennandi að hefja nýtt formannstímabil sem er að öllu jafna 4 starfsár í senn. Tækifæri gefst til nýrrar stefnumótunnar og þess þá heldur þegar afmælisár er á næsta leyti !

Á fundinum var ársskýrsla fyrir síðasta starfsár borin upp til samþykktar sem og ársreikningur félagsins. Sjá má afrit af ársskýrslunni hér fyrir neðan.

Að lokum má nefna að umræða var um póstlista félagsins, umræðu vettvang félagsfólks og þátttöku á innri vef félagsins. Helstu punkta úr þeirri umræðu má finna í fundargerð Aðalfundarins sem birt verður hér á síðunni eftir fyrsta stjórnarfund nýja starfsársins.

Ný stjórn FNS þakkar þátttökuna á fundinum og óskar félagsfólki til hamingju með nýja formanninn!