Stórt framfaraskref stigið í upplýsingamiðlun um nám og störf

Ný og mikið breytt útgáfa vefjarins Næstaskref.is er komin í loftið. Þar er að finna yfirlit fjölbreyttra námsleiða, tengingu þeirra við störf á íslenskum vinnumarkaði auk upplýsinga um náms- og starfsráðgjöf, raunfærnimat og símenntun.
Vefurinn hefur undanfarin ár verið afar vel sóttur en eftir tímabundna lokun síðastliðið sumar var ráðist í gagngerar endurbætur þar sem hugmyndin var að bæta notendaupplifun á meginefninu (algengan Akkilesarhæl sambærilegra vefsvæða) og byggja síðan annað efni utan um hana. Þar hefur nú vonandi fyrsta skrefið af mörgum verið stigið undir merkjum Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.

Að sögn Arnars Þorsteinssonar náms- og starfsráðgjafa, sem hefur yfirumsjón með vefnum og lagt upp hugmyndafræði hans, þá opnast fyrir ótrúleg sóknarfæri í miðlun upplýsinga um nám og störf. Þessi nýja útgáfa Næsta skrefs er leikbreytir. Tæknin sem lengi var fjötur um fót vinnur nú með okkur og möguleikar til áframhaldandi þróunar og samstarfs nánast óþrjótandi. Margt sem verið hefur á teikniborðinu verður nú að veruleika og önnur verkefni geta notið góðs af okkar vinnu undanfarin ár.

Félag náms- og starfsráðgjafa óskar öllum til hamingju með þetta stóra framfaraskref!

Ný og mikið breytt útgáfa vefjarins Næstaskref.is er komin í loftið. Þar er að finna yfirlit fjölbreyttra námsleiða, tengingu þeirra við störf á íslenskum vinnumarkaði auk upplýsinga um náms- og starfsráðgjöf, raunfærnimat og símenntun.
Vefurinn hefur undanfarin ár verið afar vel sóttur en eftir tímabundna lokun síðastliðið sumar var ráðist í gagngerar endurbætur þar sem hugmyndin var að bæta notendaupplifun á meginefninu (algengan Akkilesarhæl sambærilegra vefsvæða) og byggja síðan annað efni utan um hana. Þar hefur nú vonandi fyrsta skrefið af mörgum verið stigið undir merkjum Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.

Að sögn Arnars Þorsteinssonar náms- og starfsráðgjafa, sem hefur yfirumsjón með vefnum og lagt upp hugmyndafræði hans, þá opnast fyrir ótrúleg sóknarfæri í miðlun upplýsinga um nám og störf. Þessi nýja útgáfa Næsta skrefs er leikbreytir. Tæknin sem lengi var fjötur um fót vinnur nú með okkur og möguleikar til áframhaldandi þróunar og samstarfs nánast óþrjótandi. Margt sem verið hefur á teikniborðinu verður nú að veruleika og önnur verkefni geta notið góðs af okkar vinnu undanfarin ár.

Félag náms- og starfsráðgjafa óskar öllum til hamingju með þetta stóra framfaraskref!