Þróun farsæls starfsferils í brennidepli

Þróun starfsferils og starfsánægja er svo sannarlega í brennidepli í dag.

Sif Einarsdóttir prófessor í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands var tekin tali bæði í Morgunútvarpi Rásar 2 og í Bítinu á Bylgjunni í dag þar sem hún var spurð út í rannsóknina, Eldar í iðrum sem hún stendur að ásamt öðrum og sjónum beint að þróun farsæls starfsferils ungmennum.

Sif útskýrir að heitið Eldar í iðrum vísi til þess að áhugi kviknar og við brennum fyrir einhverju. Þessi rannsókn hófst árið 2006 á meðal 2000 unglinga í grunn- og framhaldsskólanum og þeim fylgt eftir og beðin að taka þátt á nokkurra ára fresti. Sjónum er meðal annars beint að áhuga og áhugasviði og hvernig ungmenni bera sig að við að velja sér störf og starfsvettvang.

Náms- og starfsráðgjafar fást við þessi hugtök; áhugi, áhugasvið og mótun náms- og starfsferils í starfi sínu með einstaklingum og mjög ánægjulegt að fjölmiðlar beini sjónum sínum að bæði rannsókninni og náms- og starfsráðgjöf

Smellið á hlekkina hér fyrir ofan til að hlusta á viðtölin

Þróun starfsferils og starfsánægja er svo sannarlega í brennidepli í dag.

Sif Einarsdóttir prófessor í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands var tekin tali bæði í Morgunútvarpi Rásar 2 og í Bítinu á Bylgjunni í dag þar sem hún var spurð út í rannsóknina, Eldar í iðrum sem hún stendur að ásamt öðrum og sjónum beint að þróun farsæls starfsferils ungmennum.

Sif útskýrir að heitið Eldar í iðrum vísi til þess að áhugi kviknar og við brennum fyrir einhverju. Þessi rannsókn hófst árið 2006 á meðal 2000 unglinga í grunn- og framhaldsskólanum og þeim fylgt eftir og beðin að taka þátt á nokkurra ára fresti. Sjónum er meðal annars beint að áhuga og áhugasviði og hvernig ungmenni bera sig að við að velja sér störf og starfsvettvang.

Náms- og starfsráðgjafar fást við þessi hugtök; áhugi, áhugasvið og mótun náms- og starfsferils í starfi sínu með einstaklingum og mjög ánægjulegt að fjölmiðlar beini sjónum sínum að bæði rannsókninni og náms- og starfsráðgjöf

Smellið á hlekkina hér fyrir ofan til að hlusta á viðtölin