Ágæta félagsfólk
Nú líður að árlegri ráðstefnu í tilefni Dags náms- og starfsráðgjar. Fræðslunefnd er komin á fullt í undirbúningi og hvetur náms- og starfsráðgjafa vítt og breitt um landið að taka daginn frá.
Ráðstefnan Vöxtur og vellíðan verður haldin fimmtudaginn 17. október á Reykjavík Natura á Nauthólsvegi 52.
Þið getið sannarlega látið ykkur fara að hlakka til. Dagurinn mun vera uppfullur af áhugaverðum og valdeflandi erindum ásamt því að næra líkama og sál í góðum félagsskap. Til að kynda enn frekar undir ykkur getum við sagt að einn af fyrirlesurunum er Ragga nagli sem verður með tveggja tíma erindi og vinnustofu um heilbrigð samskipti og skýr mörk.
Fylgist með! Nánari dagskrá og fyrirkomulag kemur von bráðar.