Jónína Kárdal formaður FNS og náms- og starfsráðgjafi við Háskóla Íslands var tekin tali í gær í þætti Morgunvaktarinnar á Rás 1
Fjölmargt fólk er að hefja nám á öllum skólastigum eða koma aftur til vinnu eftir sumarfrí. Það eru margvíslegar væntingar og vonir varðandi nám og störf. Hvað þýðir það að vera marksækinn, setja sér markmið, sýna þrautseigju og beita jákvæðu hugarfari?
Jónína ræddi á hvern hátt náms- og starfsráðgjöf getur stutt við einstaklinga í því a koma sér af stað í rútínu með notkun ýmissa aðferða, tækja og tóla til að vinna betur að markmiðum sínum í námi og starfi.
Hægt er að hlusta á viðtalið HÉR (1:14:00)