Miðasala fyrir haustráðstefnu FNS er í fullum gangi og við höldum áfram að kynna fyrir ykkur fyrirlesara ráðstefnunnar. Næstur er það Björgvin Franz Gíslason, leikari, sem flytur erindið:
Okið undan sjálfum mér
Okið undan sjálfum mér er hreinskilinn fyrirlestur þar sem leikarinn Björgvin Franz lýsir því hvernig hann náði að breyta eigin vinnubrjálæði yfir í innri ró og raunverulega starfsánægju.
Hann veltir því upp hvernig maður nær þeim árangri að verða betri starfskraftur með því að eyða færri klukkustundum í vinnunni en meiri tíma með fjölskyldu og vinum.
Aðferðirnar sem Björgvin styðst við hafa verið notaðar til að þjálfa afreksíþróttafólk og forstjóra stærstu fyrirtækja heims til að ná betri árangri í sínu fagi sem og í lífinu.
Hér getur fólk keypt miða á ráðstefnuna. Athugið að félagsfólk fékk sendan afsláttarkóða í gegnum póstlista félagsins sem hægt er að nýta til lækkunar á aðgöngumiðanum.
Við hlökkum gríðarlega til dagsins með ykkur, kæra félagsfólk.
Hér er dagskrá ráðstefnunnar:
