Nýr vefur Félags náms- og starfsráðgjafa!

Jónína Kárdal formaður FNS og Jóhanna María Vignir vefritstjóri opnuðu nýjan vef félagsins fyrir viku síðan. Sjá upptöku hér

Stjórn FNS hefur unnið eftir ákveðnum markmiðum og viðmiðum undanfarin tvö ár,  að auka og efla samstöðu, sýnileika og stafræna hæfni, innan og utan félagsins.   Nýr vefur og innri verkfæri hans styðja við þessi markmið og eflir og hvetur allt félagsfólk til að taka virkan þátt í að raungera áðurnefnd markmið.

Náms- og starfsráðgjafar þekkja mikilvægi þess að hafa aðgang að upplýsingum og tæki til upplýsingamiðlunar,  eiga kost á því að deila fréttum um fagið, vettvanginn og fagfélagið og ekki síst að miðla af starfsreynslu sinni.  Vefnum er ætlað að gegna þessu fjölþætta hlutverki.  

Gerð nýs vefs kallar á yfirlegu og útsjónarsemi og hefur Jóhanna María Vignir vefritstjóri FNS leitt þessa vel heppnuðu vinnu og umbreytingu á miðli félagsins. Hjalta Kristinssuni hjá Ljóseind ehf eru einnig færðar þakkir fyrir sína faglegu aðstoð og forritun.

Félag náms- og starfsráðgjafa tekur þessari stafrænu breytingu fagnandi og hvetur félagsfólk til að nýta tækifærin sem í henni felast.  Það er undir okkur, félagsfólki FNS, að grípa tækifærið og gera vefinn að líflegum upplýsinga- og fræðsluvettvangi fags og stéttar.

Jónína Kárdal formaður FNS og Jóhanna María Vignir vefritstjóri opnuðu nýjan vef félagsins fyrir viku síðan. Sjá upptöku hér

Stjórn FNS hefur unnið eftir ákveðnum markmiðum og viðmiðum undanfarin tvö ár,  að auka og efla samstöðu, sýnileika og stafræna hæfni, innan og utan félagsins.   Nýr vefur og innri verkfæri hans styðja við þessi markmið og eflir og hvetur allt félagsfólk til að taka virkan þátt í að raungera áðurnefnd markmið.

Náms- og starfsráðgjafar þekkja mikilvægi þess að hafa aðgang að upplýsingum og tæki til upplýsingamiðlunar,  eiga kost á því að deila fréttum um fagið, vettvanginn og fagfélagið og ekki síst að miðla af starfsreynslu sinni.  Vefnum er ætlað að gegna þessu fjölþætta hlutverki.  

Gerð nýs vefs kallar á yfirlegu og útsjónarsemi og hefur Jóhanna María Vignir vefritstjóri FNS leitt þessa vel heppnuðu vinnu og umbreytingu á miðli félagsins. Hjalta Kristinssuni hjá Ljóseind ehf eru einnig færðar þakkir fyrir sína faglegu aðstoð og forritun.

Félag náms- og starfsráðgjafa tekur þessari stafrænu breytingu fagnandi og hvetur félagsfólk til að nýta tækifærin sem í henni felast.  Það er undir okkur, félagsfólki FNS, að grípa tækifærið og gera vefinn að líflegum upplýsinga- og fræðsluvettvangi fags og stéttar.