Viðbrögð við skýrslu stýrihóps um sameiningu Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri

Fréttatilkynning frá Félagi náms- og starfsráðgjafa (FNS)

Í tilefni af fréttum um skýrslu stýrihóps Mennta- og barnamálaráðuneytis um eflingu framhaldsskóla – Sviðsmynd 1: Menntaskólinn á Akureyri og Verkmenntaskólinn á Akureyri vill Félag náms- og starfsráðgjafa (FNS) koma eftirfarandi sjónarmiðum og athugasemdum á framfæri:

FNS gerir sér grein fyrir því gríðarlega verkefni sem felst í að efla framhaldsskólastigið á Íslandi og þeim sjónarmiðum að gæta fjárhagslegs hagkvæmnis og ýta undir samlegðaráhrif í rekstri. Að mati FNS má hagræðing í rekstri með engu móti draga úr gæðum skólastarfs né þeirrar þjónustu sem framhaldsnemendur njóta og þar er náms- og starfsráðgjöf innifalin. Hér þarf að ígrunda vel stöðuna.

Ráðgjafarfyrirtækinu PwC var meðal annars falið af stýrihópnum að leggja mat á samlegðaráhrif og/eða sóknarfæri í sérfræðilegri stoðþjónustu, t.d. náms- og starfsráðgjöf.

FNS mótmælir harðlega þeim tillögum PwC að hægt sé að fækka stöðugildum náms- og starfsráðgjafa úr fjórum í tvö í þessum tveimur skólum í nafni samlegðaráhrifa. Þessi tillaga er í ósamræmi við forsendur stýrihópsins sem miðar að því að leggja áherslu á þjónustu við framhaldsskólanemendur.

Í menntastefnu til ársins 2030 er náms- og starfsráðgjöf liður í stoðinni ,,Hæfni fyrir framtíðina” og álitin einn lykilþáttur í því að stuðla að velgengni einstaklinga í námi, efla færni nemenda til að stýra eigin náms- og starfsferli og vinna út frá styrkleikum og áhuga hvers og eins. Því skýtur það skökku við að leggja til niðurskurð í nafni sóknarfæris eða hagræðingar.

Samlegðaráhrif í náms- og starfsráðgjöf í þessum tveimur skólum felast í því að efla þá sérfræðiþekkingu sem er til staðar en ekki að glata henni með fjárhagslegum niðurskurði og tapi á starfshlutföllum náms- og starfsráðgjafa. Benda má á að í stefnu Kennarasambands Íslands er lagt til að eitt stöðugildi náms- og starfsráðgjafa sé að baki hverjum 250 nemendum. Það þýðir í 1800 nemenda skóla þyrfti að fjölga stöðugildum náms- og starfsráðgjafa.

Að mati FNS felast sóknarfærin í því að efla fyrirliggjandi náms- og starfsráðgjöf í framhaldsskólunum en ekki fækkun stöðugilda náms- og starfsráðgjafa sem felur þá í sér skerðingur á þjónustu. Í þessum tveimur framhaldsskólum, Menntaskólanum á Akureyri og Verkmenntaskólanum á Akureyri, hefur byggst upp öflug náms- og starfsráðgjafarþjónusta. Hún er til fyrirmyndar og horfir til velferðar og þarfa nemenda í námslegu og félagslegu tilliti. Um væri að ræða mikla afturför í náms- og starfsráðgjöf á Íslandi ef til kæmi fækkun stöðugilda náms- og starfsráðgjafa í þessum skólum.

Íslenskar og erlendar rannsóknir sýna fram á að fjárfesting í náms- og starfsráðgjöf og undirgreinum hennar skilar sér í arði sem felst í einstaklingum sem útskrifast með menntun sem nýtist þeim til framtíðar.

FNS er sammála því sem fram kemur í skýrslunni að auka þurfi skólaþjónustu og eftirfylgni við nemendur á framhaldsskólastigi Jafnframt þar sem segir að ,Stoðkerfi skóla þarf jafnframt að efla ásamt stuðningi við nemendur sem á þurfa að halda. Má þar nefna aukið aðgengi að náms- og starfsráðgjöf, sálfræðingum, iðjuþjálfum, aukið vægi umsjónarkennara, aukinn stuðningur við félagslíf nemenda osfrv. (bls. 22)

FNS hvetur menntamálayfirvöld og stýrihópinn að horfa til mikilvægi náms- og starfsráðgjafar og þeirrar þjónustu sem náms- og starfsráðgjafar veita í framhaldsskólum.. Samkvæmt lögum um framhaldsskóla (nr. 92/2008) segir í 37. grein að nemendur eigi rétt á að njóta náms- og starfsráðgjafar. Allar áætlanir um hvers konar niðurskurð í náms- og starfsráðgjöf mun ekki skila sér í hagræðingu til framtíðar.

________________________________________

[1] Náms- og starfsráðgjöf

Farsæll námsferill krefst þess að nemandinn taki upplýstar og ígrundaðar ákvarðanir um nám sitt út frá eigin áhugasviðum, styrk[1]leikum og gildum. Náms- og starfsráðgjöf styður við stöðuga starfsþróun einstaklinga út starfsævina ásamt hæfninni til að stýra eigin náms- og starfsferli í ljósi breyttra atvinnu- og samfélagshátta. Lögð er áhersla á að öll finni hæfni sinni farveg og tilgang með námi sínu, þannig má meðal annars draga úr brotthvarfi og styðja við atvinnuþátttöku. Náms- og starfsráðgjöf á að vera aðgengileg á öllum skólastigum, óháð aldri og búsetu, og veitt af þar til bærum sérfræðingum. https://www.stjornarradid.is/…/haefni-fyrir-framtidina/

Fréttatilkynning frá Félagi náms- og starfsráðgjafa (FNS)

Í tilefni af fréttum um skýrslu stýrihóps Mennta- og barnamálaráðuneytis um eflingu framhaldsskóla – Sviðsmynd 1: Menntaskólinn á Akureyri og Verkmenntaskólinn á Akureyri vill Félag náms- og starfsráðgjafa (FNS) koma eftirfarandi sjónarmiðum og athugasemdum á framfæri:

FNS gerir sér grein fyrir því gríðarlega verkefni sem felst í að efla framhaldsskólastigið á Íslandi og þeim sjónarmiðum að gæta fjárhagslegs hagkvæmnis og ýta undir samlegðaráhrif í rekstri. Að mati FNS má hagræðing í rekstri með engu móti draga úr gæðum skólastarfs né þeirrar þjónustu sem framhaldsnemendur njóta og þar er náms- og starfsráðgjöf innifalin. Hér þarf að ígrunda vel stöðuna.

Ráðgjafarfyrirtækinu PwC var meðal annars falið af stýrihópnum að leggja mat á samlegðaráhrif og/eða sóknarfæri í sérfræðilegri stoðþjónustu, t.d. náms- og starfsráðgjöf.

FNS mótmælir harðlega þeim tillögum PwC að hægt sé að fækka stöðugildum náms- og starfsráðgjafa úr fjórum í tvö í þessum tveimur skólum í nafni samlegðaráhrifa. Þessi tillaga er í ósamræmi við forsendur stýrihópsins sem miðar að því að leggja áherslu á þjónustu við framhaldsskólanemendur.

Í menntastefnu til ársins 2030 er náms- og starfsráðgjöf liður í stoðinni ,,Hæfni fyrir framtíðina” og álitin einn lykilþáttur í því að stuðla að velgengni einstaklinga í námi, efla færni nemenda til að stýra eigin náms- og starfsferli og vinna út frá styrkleikum og áhuga hvers og eins. Því skýtur það skökku við að leggja til niðurskurð í nafni sóknarfæris eða hagræðingar.

Samlegðaráhrif í náms- og starfsráðgjöf í þessum tveimur skólum felast í því að efla þá sérfræðiþekkingu sem er til staðar en ekki að glata henni með fjárhagslegum niðurskurði og tapi á starfshlutföllum náms- og starfsráðgjafa. Benda má á að í stefnu Kennarasambands Íslands er lagt til að eitt stöðugildi náms- og starfsráðgjafa sé að baki hverjum 250 nemendum. Það þýðir í 1800 nemenda skóla þyrfti að fjölga stöðugildum náms- og starfsráðgjafa.

Að mati FNS felast sóknarfærin í því að efla fyrirliggjandi náms- og starfsráðgjöf í framhaldsskólunum en ekki fækkun stöðugilda náms- og starfsráðgjafa sem felur þá í sér skerðingur á þjónustu. Í þessum tveimur framhaldsskólum, Menntaskólanum á Akureyri og Verkmenntaskólanum á Akureyri, hefur byggst upp öflug náms- og starfsráðgjafarþjónusta. Hún er til fyrirmyndar og horfir til velferðar og þarfa nemenda í námslegu og félagslegu tilliti. Um væri að ræða mikla afturför í náms- og starfsráðgjöf á Íslandi ef til kæmi fækkun stöðugilda náms- og starfsráðgjafa í þessum skólum.

Íslenskar og erlendar rannsóknir sýna fram á að fjárfesting í náms- og starfsráðgjöf og undirgreinum hennar skilar sér í arði sem felst í einstaklingum sem útskrifast með menntun sem nýtist þeim til framtíðar.

FNS er sammála því sem fram kemur í skýrslunni að auka þurfi skólaþjónustu og eftirfylgni við nemendur á framhaldsskólastigi Jafnframt þar sem segir að ,Stoðkerfi skóla þarf jafnframt að efla ásamt stuðningi við nemendur sem á þurfa að halda. Má þar nefna aukið aðgengi að náms- og starfsráðgjöf, sálfræðingum, iðjuþjálfum, aukið vægi umsjónarkennara, aukinn stuðningur við félagslíf nemenda osfrv. (bls. 22)

FNS hvetur menntamálayfirvöld og stýrihópinn að horfa til mikilvægi náms- og starfsráðgjafar og þeirrar þjónustu sem náms- og starfsráðgjafar veita í framhaldsskólum.. Samkvæmt lögum um framhaldsskóla (nr. 92/2008) segir í 37. grein að nemendur eigi rétt á að njóta náms- og starfsráðgjafar. Allar áætlanir um hvers konar niðurskurð í náms- og starfsráðgjöf mun ekki skila sér í hagræðingu til framtíðar.

________________________________________

[1] Náms- og starfsráðgjöf

Farsæll námsferill krefst þess að nemandinn taki upplýstar og ígrundaðar ákvarðanir um nám sitt út frá eigin áhugasviðum, styrk[1]leikum og gildum. Náms- og starfsráðgjöf styður við stöðuga starfsþróun einstaklinga út starfsævina ásamt hæfninni til að stýra eigin náms- og starfsferli í ljósi breyttra atvinnu- og samfélagshátta. Lögð er áhersla á að öll finni hæfni sinni farveg og tilgang með námi sínu, þannig má meðal annars draga úr brotthvarfi og styðja við atvinnuþátttöku. Náms- og starfsráðgjöf á að vera aðgengileg á öllum skólastigum, óháð aldri og búsetu, og veitt af þar til bærum sérfræðingum. https://www.stjornarradid.is/…/haefni-fyrir-framtidina/