Aðsend grein: Arnheiður Einarsdóttir, Helga Tryggvadóttir og Sif Einarsdóttir
Þó grunnskólanemendur á Norðurlöndunum eigi skýran rétt á ráðgjöf um nám og störf skortir víða á aðgengi að skipulagðri náms- og starfsfræðslu. Því var sótt um styrk til NOS-HS og sett á laggirnar norrænt samstarfsnet um (NordicCareerEd) sem hefur það að markmiði að bera saman náms- og starfsfræðslu á norðurlöndunum. Greinar hafa nú birst sérhefti í Nordic Journal of Career Guidance og Transition þar sem afraksturs þessa rannsóknarsamstarfs er kynnt. Þar er að finna greinar sem bera saman lög, stefnur og námská fyrir náms og starfsræðslu (career education) almennt og starfskynningar sérstaklega (work placement experiences) í löndunum sjö sjá https://njtcg.org/collections/nordiccareered
Niðurstöðurnar sýna eins og vitað var að skortur á skýrri stefnu stjórnvalda, lagalegri umgjörð og ekki síst greinanámskrá og meðfylgjandi tímar í töflu er það sem helst hindrar aðgengi nemenda að náms- og starfsráðgjöf hérlendis. Sama gildir um starfskynningar, samstarf við aðila vinnumarkaðarins og innnan skóla er laust í reipum, hlutverk og ábyrgð á reiki. Þessi skortur birtist skýrt í samanburði við Danmörku, Noregi og ekki síst Finnland. Má af þessum löndum læra til að bæta stöðuna hérlendis. Styrkleikar Íslands birtast hins vegar í sterkri fagstétt sem hefur tekið frumkvæðið og boðið upp á náms- og starfsfræðslu í um 40% skóla. Skólastjórnendur hafa verið áhugasamir og stutt slíkt framtak enda á þeirra ábyrgða að tryggja öllum nemendum náms- og starfsráðgjöf.
Stjórn FNS hefur verið í samtali við ráðherra menntamála, haldnir hafa verið fundir í félaginu, þar hafa þessar niðurstöður verið kynntar og viðmið frá Bretlandi einnig (Gatsby benchmarks). Einnig er ætlunin að hitta skólastjórnendur og forsvarsfólk sveitarfélaganna. Sveitarfélögin ss. Kópavogur og Reykjanesbær minnast á náms- og starfsfræðslu í sínum menntastefnum og í Árborg fer fram samstarf vinna á vegum sveitarfélagsins um þróun náms- og starfæðslu og ráðgjafaráætlana fyrir skólana. Þrátt fyrir að skýrari stefnur vanti er vilji fyrir hendi, aðgengi hefur verið bætt og spennandi þróunarvinna í gangi í víðtæku samstarfi. Allt getur þetta bætt aðgengi nemenda að náms-og starfsfræðslu sem þau eiga rétt á .
Fulltrúar Íslands,
Arnheiður Einarsdóttir, Helga Tryggvadóttir og Sif Einarsdóttir