Fagráð framhaldsskóla FNS sótti um og fékk styrk frá SEF til að halda námskeiðið Tímastjórnun og lyklar að vellíðan í starfi en markmið þess er að endurmennta og styðja við færni náms- og starfsráðgjafa til að taka takast á við krefjandi og fjölbreytt starf í síbreytilegum aðstæðum.
Námskeiðið er því styrkt að fullu fyrir náms- og starfsráðgjafa í framhaldsskólum og þeim því að kostnaðarlausu. Ráðgjafar í framhaldsskólum geta einnig sótt um að fá ferða- og gistikostnað endurgreiddan í gegnum SEF. Náms- og starfsráðgjafar á öðrum vettvangi einnig skráð sig gegn gjaldi (18.000 kr-). Námskeiðið verður haldið 3. júní, kl. 9-16 í fundarsal KÍ í Borgartúni og á Teams.
Í fyrra hluta námskeiðsins er lögð áhersla á að efla og styrkja færni í vinnutímastjórnun og vali á innihaldi verkáætlana í starfi. Hrönn Baldursdóttir, náms- og starfsráðgjafi og eigandi “Þín leið” mun sjá um kennslu fyrri hluta námskeiðsins.
Seinni hluti námskeiðsins snýr að hugarfari og vellíðan á vinnustað þar sem hugtök eins og ferlar, samskipti, árangur og líðan verða í fyrirrúmi. Náms- og starfsráðgjafar sinna krefjandi starfi og því mikilvægt að þeir búi yfir þekkingu og aðferðum til að meta álag, stöðu sína og líðan á vinnustað út kenningum og aðferðum vinnustaðasálfræði. Hrefna Guðmundsdóttir, vinnusálfræðingur og sérfræðingur í jákvæðri sálfræði mun sjá um kennslu seinni hluta námskeiðsins
Hér er hægt að skrá sig á námskeiðið.
Við vonumst innilega til að sjá sem flest ykkar – annað hvort á staðnum eða á skjánum.