22 náms- og starfsráðgjafar, víðsvegar af landinu, sátu saman endurmenntunarnámskeiðið Tímastjórnun og lyklar að vellíðan í starfi, í dag 3. júní í fundarrými KÍ í Borgartúni og í gegnum netið. Námskeiðið var styrkt af SEF.
Fyrir hádegið fjallaði Hrönn Baldursdóttir, náms- og starfsráðgjafi og eigandi Þín leið um vinnutímastjórnun, hugræna byrði, vinnumenningu, vinnustíl og val á innihaldi verkáætlana í starfi.
Hrefna Guðmundsdóttir, vinnusálfræðingur og sérfræðingur í jákvæðri sálfræði hjá Hamingjuvísi var með hópinn eftir hádegið þar sem fjallað var um sjálfsþekkingu og vellíðan í lífi og starfi út frá kenningum jákvæðrar sálfræði.
Á námskeiðinu sköpuðust skemmilegar umræður um fagið, áskoranir og tækifæri. Þaðer alltaf nauðsynlegt og nærandi að hitta kollega, deila hugmyndum og læra nýja hluti.
Fráfarandi fagráð framhaldskóla innan FNS vill þakka kærlega fyrir daginn og óska ykkur gleðilegs sumars.
Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir
Halla María Halldórsdóttir
Nanna Halldóra Imsland