Fræðslunefnd FNS býður náms- og starfsráðgjöfum í heimsókn til Mennta- og starfsþróunarseturs Lögreglunnar föstudaginn 9. febrúar kl.14.30.
Sjá nánar hér og á Facebookhóp félagsins 

 

Leiðin langa á vinnumarkað – vegvísar og vörður á menntavegi
Félag náms- og starfsráðgjafa og námsbraut í náms- og starfsráðgjöf við HÍ bjóða til málþings 15. febrúar nk. kl. 14-16 í Lögbergi 101
Sjá nánar hér

 

Dagsetningar fyrir opnu húsin í framhaldsskólunum eru að týnast inn og fara jafnóðum inn á viðburðadagatal. 
Ábendingar sendist sem fyrst á fns@fns.is 
 

Nýr og glæsilegur vefur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins Næsta skref er komin í loftið
Glæsilegur vefur sem sem á eflaust eftir að nýtast vel. 
 

Í hádeginu þann 1. des sl. haldin jólafundur FNS og eiga fræðslunefndar konur þakkir skyldar fyrir gott skipulag og skemmtilega stund. Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur kom og ræddi við félagsmenn m.a. um jólahefðir og hvernig konur verða stundum ákveðnar "týpur" í desember. Hún minnti á mikilvægi þess að vera umburðarlynd og njóta aðventunnar og jólanna. 

 

Hádegis jólahugvekja fræðslunefndar FNS verður föstudaginn 1.des. 
Sjá nánar í auglýsingu HÉR
Skráning HÉR

 

Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, prófessor í náms- og starfsráðgjöf og deildarforseti Félags- og mannvísindadeildar, var nýverið kjörin fulltrúi Norðurlanda í stjórn Alþjóðlegu náms- og starfsráðgjafarsamtakanna. Kjörið fór fram á fundi Norrænu náms- og starfsráðgjafarsamtakanna (Nordiska förbundet för studie- och yrkesvägledning) sem fór fram í Reykjavík í byrjun nóvember. Í samtökunum eru nú um 25 þúsund félagar frá fimmtíu löndum í sex heimsálfum. Guðbjörg hefur störf í stjórninni í október 2018.

Dagana 26. og 27. október sl. var dagur náms- og starfsráðgjafa haldin hátíðlegur á Hótel Natura. Hjónin dr. Lengelle og dr. Meijer héldu þar tveggja daga námskeið. Námskeiðið  sló heldur betur í gegn og vorum við hæstánægð hversu margir félagsmenn mættu

Þökkum fræðslunefndinni kærlega fyrir mjög góðan undirbúning,.

Pages