Arnar Þorsteinsson hefur starfað við  náms- og starfsráðgjöf í rúm 20 ár, Hann hefur unnið að uppbyggingu og þróun á náms- og starfsfræðslu á margvíslegan hátt, annars vegar þegar hann starfaði á grunnskólastigi og hins vegar með því að leiða þróun og uppbyggingu á vefjum sem við náms- og starfsráðgjafar þekkjum glöggt, næstaskref.is og náms og störf.is  vefjunum. Nám og störf er náms- og starfsfræðsluvefur um verknám, rekinn af Iðunni fræðslusetri, rafmennt og Samtökum iðnaðarins.

Nanna Imsland er náms- og starfsráðgjafi við Menntaskólann á Egilsstöðum (ME) og hóf störf þar árið 2015  að lokinni meistaragráðu í náms- og starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands.

Sýnileiki, samstaða og stafræn tilvera var yfirskrift dagskrár í tilefni af Degi náms- og starfsráðgjafa.sem var haldin í gær

Það var glaðvær hópur náms- og starfsráðgjafa sem hittist á Grand hótel við Sigtún.og augljós tilhlökkun.  Einnig voru náms- og starfsráðgjafar og aðrir áhugasamir sem fylgdust með í gegnum streymi.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hóf daginn með ávarpi og þakkar Félag náms- og starfsráðgjafa ráðherra fyrir kröftug orð í garð fagsins og stéttarinnar

Félag náms- og starfsráðgjafa býður til opinnar dagskrár í tilefni af Degi náms- og starfsráðgjafar.

Það er félaginu mikill heiður að mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir mun halda opnunarræðu.

Lykilfyrirlestur ( á ensku) flytur Prof. Tristram Hooley frá The Inland Norway Univeristy of Applied Science og ber heitið:

Why we need career guidance in the post-pandemic era

Hægt verður að fylgjast með í beinu streymi  - sjá nánari upplýsingar á https://fb.me/e/1Z0X6wNsp

Euroguidance á Íslandi hefur verið sterkur bakhjarl Félags náms- og starfsráðgjafa í gegnum árin.

Euroguidance hefur styrkt félagið þegar komið hefur að stórviðburðum eins og Dag náms- og starfsráðgjafar ásamt því að miðla upplýsingum og fróðleik um það sem er að gerast í Evrópu er varðar náms- og starfsráðgjöf.

Félagið vill þakka Dóru Stefánsdóttur sérfræðingi hjá Rannís sérstaklega fyrir hennar störf en hún er verkefnisstjóri Euroguidance, Evrópumiðstöðvar náms- og starfsráðgjafar og landstengiliður um fullorðinsfræðslu. 

Dagur náms- og starfsráðgjafar á Íslandi er í dag og haldinn í fimmtánda sinn - það er hátíð hjá náms- og starfsráðgjöfum!
Tilgangur dagsins er að vekja athygli landsmanna á þessari tegund ráðgjafar, hvar hana er að finna ásamt því að kynna helstu strauma og stefnur í fag- og fræðigreininni.
Félag náms- og starfsráðgjafa gefur út sérblað sem fylgir Fréttablaði dagsins og þar er að finna fjölmörg viðtöl við náms- og starfsráðgjafa sem segja frá starfi sínu.

Kynningarblað í tilefni af Degi náms- og starfsráðgjafar

 

Það er okkur í fræðslunefnd FNS sönn ánægja að kynna dagskrá í tilefni af degi náms- og starfsráðgjafar, sem haldið verður upp á á Grand hótel í Reykjavík þann 28. október næstkomandi. Sjá fulla dagskrá hér

Stjórn Félags náms- og starfsráðgjafa 2021-2022 hefur skipt með sér verkum og eru eftirfarandi:

Jónína Kárdal, formaður - kjörin á aðalfundi FNS 2021

Helga Valtýsdóttir, varaformaður

Hildur Björg Vilhjálmsdóttir ritari

Hildur Björk Möller, gjaldkeri

Heimir Haraldsson, meðstjórnandi

Hrönn Grímsdóttir, meðstjórnandi

Greta Jessen, norrænn fulltrúi

Hægt er að hafa samband við stjórn með því að senda tölvupóst á netfangið fns@fns.is

 

 

Á aðalfundi FNS þann 12. maí var kjörin ný stjórn félagsins, formaður verður Jónína Kárdal og aðrir nýir í stjórn eru: Heimir Haraldsson og Hildur Björg Vilhjálmsdóttir. Áfram í stjórn eru Hildur Björk Möller gjaldkeri, Greta Jessen Norrænt samstarf, Hrönn Grímsdóttir félagatal og Helga Valtýsdóttir ritari. Einnig var kosið í nefndir og ráð sem og samþykktar nýjar siðareglur félagsins sem og ný lög. Allar nánari upplýsingar má finna hér á síðunni. 

Aðalfundur Félags náms- og starfsráðgjafa verður haldin rafrænt miðvikudaginn 12. maí nk. kl. 15 á Zoom. 

Á fundinum verða hefðbundin aðalfundarstörf sem og nýjar siðareglur félagsins bornar upp til samþykktar. 
 

Pages