Menntaskólinn við Sund verður með opið hús fyrir nemendur 10. bekkjar og forráðamenn þeirra þriðjudaginn 5. apríl kl. 16 - 18:00

MH mun opnar dyr sínar 6. apríl á milli kl. 17:00 - 18:30.  Þar verður hægt að kynnast fjölbreyttu námsframboði.  Bent er á kynningarsíðu MH  - Viltu kynna þér MH?    Sjá https://www.mh.is/is/viltu-kynna-ther-mh

Menntaskólinn í Reykjavík býður nemendum í 10. bekk að koma og kynna sér námið og félagslífið í MR.

Á kynningunum taka námsráðgjafar skólans á móti nemendum og fara yfir námsframboð og skipulag námsins. Nemendur í 5. og 6. bekk fara svo yfir það sem félagslífið hefur upp á að bjóða og fylgja nemendum í stutta gönguferð um húsnæðið. Gert er ráð fyrir að heimsóknin taki um það bil 45-60 mínútur.

Kynningarnar verða á eftirfarandi dögum kl. 16.00, gott er að mæta 10 mínútum áður:

Þriðjudaginn 8. mars

Miðvikudaginn 9. mars

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ verður með opið hús fyrir 10. bekkinga miðvikudainn 6. apríl frá kl. 17:00 - 18:30.  Á heimsíðu skólans, fmos.is er að finna frekari upplýsingar um skólann og kynningarmyndband.

Náms- og starfsráðgjafar á háskólastigi  verða á vaktinni á Stafræna Háskóladeginum sem er haldinn laugardaginn  26. febrúar kl. 12-15.Þá gefst áhugasömum tækifæri til að kynna sér allt háskólanám sem er í boði á landinu á einum vettvangi. Á vefsíðunni www.haskoladagurinn.is gefst einstakt tækifæri til að leita í öllum námsleiðum sem eru í boði í íslenskum háskólum.

Stafræni Háskóladagurinn 2022

Tækniskólinn við Skólavörðuholt mun bjóða náms- og starfsráðgjöfum í grunnskólum í heimsókn fimmtudaginn 17. mars. Þar verður boðið bæði upp á  kynningu á skólanum og skoðunarferð um húsnæðið.

Það verður m.a. boðið upp á samtal við stjórnendur skólans og námsráðgjafa hjá Tækniskólanum, sem og spjall við nemendur. Góðar veitingar í boði.

Dagskrá:

 14:00 – Kynning í Framtíðastofu Tækniskólans 

14:30 – Skoðunarferð um skólann - Fjöldi brauta heimsóttar m.a. hársnyrtibraut, fataiðnbraut, K2, hönnunar- og nýsköpunarbraut, húsasmíði, málarabraut og rafiðnbrautir

Myndlistarskólinn í Reykjavík verður með opið hús alla næstu viku, 21. - 25. febrúar á milli kl. 10 - 14.  Allir eru velkomnir!  Hægt er að hafa samband við Önnu Sigurðardóttur, náms- og starfsráðgjafa í tölvupósti namsrad@mir.is Endilega hafið samband ef þið viljið sérstaka kynningu.

Borgarholtsskóli býður náms- og starfsráðgjöfum í grunnskólum árlega í heimsókn til að kynna námsframboð og námsfyrirkomulag skólans. Heimsóknirnar hafa reynst vel og skapast góðar og gagnlegar umræður beint við stjórnendur skólans og náms- og starfsráðgjafa. Nemendur skólans koma af öllu landinu og því koma náms- og starfsráðráðgjafar víða að í heimsókn til okkar. Þar sem náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum eru mikilvægur hlekkur í ákvörðunartökuferli nemenda í 10. bekk er mikilvægt að hafa allar upplýsingar réttar og þess vegna skiptir svona heimsókn miklu máli.

Merki Borgarholtsskóla

Opið hús í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ fyrir 10. bekkinga.

22. mars frá kl. 16:00 - 18:00

 

Þegar líða tekur á veturinn og vorið nálgast þá fara ungmenni í 10. bekk að huga að næstu skrefum er varðar áframhaldandi menntun og störf.

Náms- og starfsráðgjafar í grunn- og framhaldsskólum taka höndum saman og standa að fræðslu um námsmöguleika á framhaldsskólastigi, iðnnámi og verknámi. Mikil og góð samvinna hefur skapast í gegnum árin.

Skref í rétta átt

Pages