Hér gefst frábært tækifæri til að samtvinna fræðslu og skemmtun.
Félag iðn- og tæknigreina (fit.is) mun kynna framboð á iðn- og verknámi ásamt því að bjóða upp á spjall um fagleg málefni.
Starfsþróun í brennidepli með aðkomu náms- og starsráðgjafa samstarf Mímis símenntunar og VR.
Það er mikilvægt hverjum einstaklingi að finna fyrir þróun í starfi, að sjá hvernig hæfni og færni eflist og hagnýta þekkiningu þegar kemur að nýjum verkefnum og áskorunum. Hér getur náms- og starfsráðgjafi beitt sínni sérfræðiþekkingu og veitt liðsinni.
Félag náms- og starfsráðgjafar óskar Guðbjörgu innilega til hamingju!
Dr. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, prófessor í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands og heiðursfélagi FNS var nýverið ráðin prófessor við Högskolen i Innlandet í Noregi. Hún mun því framvegis vera í hlutastarfi prófessors við báða háskólana.Hlutverk Guðbjargar verður m.a. að styðja við rannsóknir yngri kennaranna og vinna að umsóknum um rannsóknarstyrki.
Jónínu Kárdal, formanni FNS, hefur verið boðin þátttaka í pallborðsumræðum á málþingi þann 15. mars þar sem yfirskriftin er brotthvarf úr skólum - birtingarmynd ójafnra tækifæra.