Uppskeruhátíð námsbrautar í náms- og starfsráðgjöf og Félags náms- og starfsráðgjafa verður haldin 9. október 2015 kl. 12:15 -15:30 í Háskóla Íslands, Stakkahlíð, Hamar-Bratti. Yfirskrift hátíðarinnar er: Náms- og starfsráðgjöf: Lykill að farsælli skólagöngu fjölbreytts nemendahóps. Dagskrá má finna á facebook síðu félagsins.

Fagráð náms- og starfsráðgjafa framhaldsskólanna boðar til fundar mánudaginn 5. október kl. 14:30 – 16:00 í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ. Fundarefnið er skimunarlistinn fyrir nýnema og mun Kristjana Stella Blöndal vera með erindi. Í lokin verða almennar umræður um fyrirlögnina og reynslu af notkun listans. Boðið verður upp á fjarfund Svanhildur, Unnur og Sunna vonast til að sjá sem flesta. 

Stjórn FNS hefur boðað þá aðila sem sitja í nefndum og ráðum fyrir FNS til stefnumótunarfundar nk. föstudag þar sem ráðgert er að leggja drögin að komandi starfsári. Sambærilegur fundar var einnig haldinn á síðasta ári við góðar undirtektir og teljum við í stjórninni þetta góða leið til að hefja nýtt starfsár. Félagsmenn munu í kjölfarið fá frekari upplýsingar um það sem framundan er en hér má sérstaklega nefna Uppskeruhátið nema í náms- og starfsráðgjöf þann 9. október nk. og Dag náms- og starfsráðgjafa sem haldinn verður þann 30. október nk.

Aðalfundur FNS var haldinn þann 17.4. síðastliðinn. Á fundinum voru hefðbundin aðalfundarstörf. Ársskýrslu FNS ásamt fundargerð má finna hér á vefnum. Ingibjörg Kristinsdóttir var kjörin nýr formaður félagsins. Ég óska Ingibjörgu innilega til hamingju með kjörið og velfarnaðar í starfi. Ingibjörg hefur bæði setið í stjórn FNS og fræðslunefnd og er því öllum hnútum kunn hjá félaginu. Ég hef mikla trú á því að þessi kjarnakona eigi eftir að standa sig með prýði í formannsstólnum. Félagsmönnum öllum, ekki síst þeim er setið hafa í stjórn og nefndum, vil ég þakka kærlega samstarfið sl. tvö ár.

Rafiðnaðarsambandið hefur sett fræðslu- og kynningarefni sitt upp á nýjan og mjög áhugaverðan hátt.

Nú styttist í aðalfund félagsins og því lausar ýmsar áhugaverðar stöður í stjórn, ráð og nefndir FNS. Rétt er að hvetja áhugasama til að gefa kost á sér til starfa með því að senda línu á uppstillingarnefnd:

Þann 26. mars héldu náms- og starfsráðgjafar í atvinnulífinu fræðslufund. Fundurinn var haldinn í hjá Iðunni fræðslusetri að Vatnagörðum 20. Á dagskrá voru tvö erindi.

Á haustmisseri var í boði fyrir náms- og starfsráðgjafa, námskeið um stefnumótun í náms- og starfsráðgjöf.

Þróun vefsins naestaskref.is, sem veitir landsmönnum upplýsingar um nám og störf, er í uppnámi þar sem ekki liggur fyrir hvernig fjármagna á smíði hans áfram.

Þriðjudaginn 17. febrúar boðaði fagráð grunnskólaráðgjafa til fræðslu- og spjallfundar í Valhúsaskóla. Á fundinum kynnti Helga Tryggvadóttir verkefni sem tengist stefnumótun í náms- og starfsráðgjöf með áherslu á náms- og starfsfræðslu.                            

Pages