Hér er að finna ýmiss konar hagnýtt efni sem gagnast getur á öllum skólastigum. Ábendingar varðandi efni eru vel þegnar og sendast á fns@fns.is.
Hér má finna kynningarglærur um framhaldsskólana og lista yfir framhaldsskóla sem bjóða upp á framhaldsnám á Íslandi
Listi yfir námsbrautir framhaldsskólanna var unninn af Ásthildi G. Guðlaugsdóttur náms- og starfsráðgjafa vorið 2017. Verkefnið var styrkt af Erasmus+ og samstarfsáætlun ESB.
Tenglar á áhugaverðar síður sem nýta má með ráðþegum
Sjálfsmynd og Sterkari út í lífið eru vefsíður sem hægt er að nota þegar vinna á með sjálfsmynd einstaklingsins og fleira.
Evrópumiðstöð náms- og starfsráðgjafar
Námsefni
Ég og framtíðin er rafrænt efni þar sem finna má texta og verkefni sem er ætlað að aðstoða við námsval sem nemandi stendur frammi fyrir að loknum 10. bekk. Nemendur læra ýmislegt um sig sjálf samhliða því að öðlast meiri þekkingu á þeim fjölmörgu leiðum sem standa til boða. Í náms- og starfsfræðslu kannar þú eigin áhuga, styrkleika og færni í tengslum við þann náms- og starfsferil sem framundan er. Verkefnabókin er hugsuð fyrir nemendur í 8. – 10. bekk.
Stefnan sett og Margt er um að velja er efni sem hægt er að nýta í náms- og starfsfræðslu með ráðþegum.
Stopp ofbeldi er vefur sem inniheldur mikið af gagnlegu námsefni sem og upplýsingum um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og hægt er að nota við forvarnarfræðslu.
Ég veit er opinn námsefnisvefur fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla og um ofbeldi, misnotkun, einelti og réttindi barna.
Gagnabanki Menntaskólans á Egilsstöðum var unnin af Nönnu H. Imsland og þar er fjölbreytt gagnlegt efni fyrir náms- og starfsfræðslu.