Til hamingju! RISAskref stigið!

Þau gleðitíðindi bárust í sumar að þrjú ráðuneyti hafi komist að samkomulagi um halda áfram starfsemi vefsins Næsta skref!
Félag náms- og starfsráðgjafa gekk vasklega fram síðastliðinn vetur og lagði fram krafta sína til að snúa við þessari ákvörðun um lokun vefsins.

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Hildur Betty Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, undirrituðu samning þess efnis . Vefurinn hefur nú verið opnaður að nýju.

Við óskum öllum þeim sem koma að vefnum, notendum og náms- og starfsrágjöfum til hamingju og hlökkum til að sjá vefinn halda áfram að vaxa og dafna hjá Menntamálastofnun

Sjá frétt ráðuneyta hér

Þau gleðitíðindi bárust í sumar að þrjú ráðuneyti hafi komist að samkomulagi um halda áfram starfsemi vefsins Næsta skref!
Félag náms- og starfsráðgjafa gekk vasklega fram síðastliðinn vetur og lagði fram krafta sína til að snúa við þessari ákvörðun um lokun vefsins.

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Hildur Betty Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, undirrituðu samning þess efnis . Vefurinn hefur nú verið opnaður að nýju.

Við óskum öllum þeim sem koma að vefnum, notendum og náms- og starfsrágjöfum til hamingju og hlökkum til að sjá vefinn halda áfram að vaxa og dafna hjá Menntamálastofnun

Sjá frétt ráðuneyta hér