Ég og framíðin. Nýtt námsefni í náms- og starfsfræðslu komið út

Til hamingju!

Það eru alltaf tíðindi þegar nýtt námsefni er gefið út á íslensku og nú er komið að því að fagna útgáfu námsefnis í náms- og starfsfræðslu. Menntamálastofnun hefur gefið út nýtt efni í náms- og starfsfræðslu sem heitir Ég og framtíðin og er í byrjun gefin út í rafrænu formi. Í kynningu Menntamálastofnunar segir að í þessu efni má finna texta og verkefni ætlað að aðstoða við námsval sem nemandi stendur frammi fyrir að loknum 10. bekk. Verkefnabókin er hugsuð fyrir nemendur í 8. – 10. bekk. e

Þetta er íslensk þýðing og staðfærsla norska efnisins Min framtid – arbedisbok i utdanningsvalg. Þýðendur eru Arnar Þorsteinsson og Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir náms- og starfsráðgjafar. Bæði hafa mikla og víðfeðma fagþekkingu og starfsreynslu á sviði náms- og starfsráðgjafar og náms- og starfsfræðslu. Félag náms- og starfsráðgjafa óskar þeim og Menntamálastofnun til hamingju!

Forsenda framþróunar í náms- og starfsfræðslu er að hafa á takteinum námsefni á íslensku. Nýtt námsefni í náms- og starfsfræðslu mun gera það að verkum að hægt er að styrkja og efla þennan undirþátt í náms- og starfsráðgjöf. Markviss náms- og starfsfræðsla, sem undirgrein í náms- og starfsráðgjöf, skilar meðal annars því að nemendur eiga auðveldara með náms- og starfsval (t.d. starfsnám eða bóknám), hún minnkar brotthvarf (með sjö-földum fjárhagslegum ábata hérlendis), dregur úr kynbundnu náms- og starfsvali, opnar á leiðir óháð uppruna og félagslegri stöðu og ljáir námi merkingu og tilgang á persónulegum forsendum.

Til hamingju!

Það eru alltaf tíðindi þegar nýtt námsefni er gefið út á íslensku og nú er komið að því að fagna útgáfu námsefnis í náms- og starfsfræðslu. Menntamálastofnun hefur gefið út nýtt efni í náms- og starfsfræðslu sem heitir Ég og framtíðin og er í byrjun gefin út í rafrænu formi. Í kynningu Menntamálastofnunar segir að í þessu efni má finna texta og verkefni ætlað að aðstoða við námsval sem nemandi stendur frammi fyrir að loknum 10. bekk. Verkefnabókin er hugsuð fyrir nemendur í 8. – 10. bekk. e

Þetta er íslensk þýðing og staðfærsla norska efnisins Min framtid – arbedisbok i utdanningsvalg. Þýðendur eru Arnar Þorsteinsson og Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir náms- og starfsráðgjafar. Bæði hafa mikla og víðfeðma fagþekkingu og starfsreynslu á sviði náms- og starfsráðgjafar og náms- og starfsfræðslu. Félag náms- og starfsráðgjafa óskar þeim og Menntamálastofnun til hamingju!

Forsenda framþróunar í náms- og starfsfræðslu er að hafa á takteinum námsefni á íslensku. Nýtt námsefni í náms- og starfsfræðslu mun gera það að verkum að hægt er að styrkja og efla þennan undirþátt í náms- og starfsráðgjöf. Markviss náms- og starfsfræðsla, sem undirgrein í náms- og starfsráðgjöf, skilar meðal annars því að nemendur eiga auðveldara með náms- og starfsval (t.d. starfsnám eða bóknám), hún minnkar brotthvarf (með sjö-földum fjárhagslegum ábata hérlendis), dregur úr kynbundnu náms- og starfsvali, opnar á leiðir óháð uppruna og félagslegri stöðu og ljáir námi merkingu og tilgang á persónulegum forsendum.