Þátttaka í Akademíu Euroguidance um ráðgjöf vegna náms eða starfs erlendis

Það er fátt sem eykur faglega sýn jafn mikið og að stíga út úr eigin umhverfi og skyggnast inn í verklag og hugsun kollega í öðrum löndum. Við undirritaðar fengum boð um að taka þátt í Akademíu náms- og starfsráðgjafa á vegum Euroguidance, þar sem leið okkar lá til Stokkhólms og Tallinn. Þar hittum við náms- og starfsráðgjafa víðsvegar að, fræddumst um ólíkar aðferðir og deildum reynslu.

Akademía er hluti af starfsemi Euroguidance sem hefur það markmið að efla hæfni og fagþekkingu náms- og starfsráðgjafa í Evrópu. Þær eru fjölbreyttar og haldnar árlega víðsvegar um Evrópu. Vikuna 5. til 9. maí tókum við þátt í Akademíu sem fjallaði um ráðgjöf til nemenda vegna náms eða starfs erlendis. Lögð var áhersla á hvernig hvetja má nemendur til skiptináms, ráðgjöf til þeirra á meðan á því stendur og hvernig eftirfylgni skal háttað svo að nemandi fái sem mest út úr reynslunni.

Við byrjuðum ferðina í Stokkhólmi, í Kulturhuset Stadsteatern. Þar fengum við kynningu á sænska skólakerfinu og fjallað var um nýjar áherslur í náms- og starfsráðgjöf þar í landi. Þær snúa að aukinni starfsráðgjöf fyrir einstaklinga á vinnumarkaði sem þurfa að sækja sér endurmenntun vegna þróunar og breytinga á störfum. Einnig var fjallað um ELD hæfnispil, en ELD stendur fyrir Experience, Learning og Description. Við lærðum aðferðir til að nota spilin í ráðgjöf til skiptinema og annarra ráðþega.

Á öðrum degi ferðarinnar fórum við í skipulagðar skólaheimsóknir, Jóhanna fékk að fylgja eftir náms- og starfsráðgjafa í grunnskóla og Aníta heimsótti Háskólann í Stokkhólmi þar sem hún hitti náms- og starfsráðgjafa skólans. Við fengum mjög góðar móttökur og lærðum ýmislegt af kollegum okkar í þessum skólum. Daginn enduðum við um borð í glæsilegu skipi sem sigldi með okkur yfir Eystrasaltið til Tallinn.

Í Tallinn fengum við góðar móttökur. Við heimsóttum Miðstöð náms- og starfsráðgjafar sem er ein af mörgum slíkum miðstöðvum í Eistlandi. Það var magnað að fá að kynnast starfseminni þar og sjá og reyna þær leiðir sem þar eru notaðar til fólk læri að þekkja styrkleika sína, hæfileika og áhugasvið sem eflir það í ákvörðunum um nám og störf. Við hvetjum áhugasama til að skoða  þessa upptöku þar sem farið er yfir allar þær gagnvirku leiðir sem þar eru í boði til að kanna áhugasvið, fá starfsfræðslu og fleira. Við fengum líka tækifæri til að heimsækja skóla í Tallinn. Aníta fór í Háskólann í Tallinn og Jóhanna fór til TalTech (Tallinn University of Technology). Eftir skólaheimsóknirnar var okkur boðið í Þinghúsið og hittum við þingkonuna Kadri Tali sem sagði okkur frá starfi þingsins og áhugaverðri sögu landsins.

Síðasta deginum var varið í Tallinn City Enterprise Department, miðstöð fyrir innflytjendur, þar sem fram fóru pallborðsumræður og fengum við að heyra persónulegar reynslusögur einstaklinga um skiptinám og alþjóðlega samvinnu.

Ferðin til Stokkhólms og Tallinn var afar fróðleg, fagleg og hvetjandi. Við komum heim með ný sjónarhorn, betri innsýn í alþjóðlegt samstarf í náms- og starfsráðgjöf og ekki síst ný tól og nálganir sem við getum nýtt í starfi. Slíkar heimsóknir minna á mikilvægi tengsla og samvinnu yfir landamæri og hvernig reynsla annarra getur varpað ljósi á nýjar leiðir heima fyrir. Við mælum eindregið með þátttöku í Akademíu fyrir aðra náms- og starfsráðgjafa sem vilja efla sig í starfi og taka virkan þátt í þróun faggreinarinnar heima og heiman.

Höfundar greinarinnar eru Aníta Jónsdóttir, náms- og starfsráðgjafi HA og Jóhanna María Vignir, náms- og starfsráðgjafi HR

Það er fátt sem eykur faglega sýn jafn mikið og að stíga út úr eigin umhverfi og skyggnast inn í verklag og hugsun kollega í öðrum löndum. Við undirritaðar fengum boð um að taka þátt í Akademíu náms- og starfsráðgjafa á vegum Euroguidance, þar sem leið okkar lá til Stokkhólms og Tallinn. Þar hittum við náms- og starfsráðgjafa víðsvegar að, fræddumst um ólíkar aðferðir og deildum reynslu.

Akademía er hluti af starfsemi Euroguidance sem hefur það markmið að efla hæfni og fagþekkingu náms- og starfsráðgjafa í Evrópu. Þær eru fjölbreyttar og haldnar árlega víðsvegar um Evrópu. Vikuna 5. til 9. maí tókum við þátt í Akademíu sem fjallaði um ráðgjöf til nemenda vegna náms eða starfs erlendis. Lögð var áhersla á hvernig hvetja má nemendur til skiptináms, ráðgjöf til þeirra á meðan á því stendur og hvernig eftirfylgni skal háttað svo að nemandi fái sem mest út úr reynslunni.

Við byrjuðum ferðina í Stokkhólmi, í Kulturhuset Stadsteatern. Þar fengum við kynningu á sænska skólakerfinu og fjallað var um nýjar áherslur í náms- og starfsráðgjöf þar í landi. Þær snúa að aukinni starfsráðgjöf fyrir einstaklinga á vinnumarkaði sem þurfa að sækja sér endurmenntun vegna þróunar og breytinga á störfum. Einnig var fjallað um ELD hæfnispil, en ELD stendur fyrir Experience, Learning og Description. Við lærðum aðferðir til að nota spilin í ráðgjöf til skiptinema og annarra ráðþega.

Á öðrum degi ferðarinnar fórum við í skipulagðar skólaheimsóknir, Jóhanna fékk að fylgja eftir náms- og starfsráðgjafa í grunnskóla og Aníta heimsótti Háskólann í Stokkhólmi þar sem hún hitti náms- og starfsráðgjafa skólans. Við fengum mjög góðar móttökur og lærðum ýmislegt af kollegum okkar í þessum skólum. Daginn enduðum við um borð í glæsilegu skipi sem sigldi með okkur yfir Eystrasaltið til Tallinn.

Í Tallinn fengum við góðar móttökur. Við heimsóttum Miðstöð náms- og starfsráðgjafar sem er ein af mörgum slíkum miðstöðvum í Eistlandi. Það var magnað að fá að kynnast starfseminni þar og sjá og reyna þær leiðir sem þar eru notaðar til fólk læri að þekkja styrkleika sína, hæfileika og áhugasvið sem eflir það í ákvörðunum um nám og störf. Við hvetjum áhugasama til að skoða  þessa upptöku þar sem farið er yfir allar þær gagnvirku leiðir sem þar eru í boði til að kanna áhugasvið, fá starfsfræðslu og fleira. Við fengum líka tækifæri til að heimsækja skóla í Tallinn. Aníta fór í Háskólann í Tallinn og Jóhanna fór til TalTech (Tallinn University of Technology). Eftir skólaheimsóknirnar var okkur boðið í Þinghúsið og hittum við þingkonuna Kadri Tali sem sagði okkur frá starfi þingsins og áhugaverðri sögu landsins.

Síðasta deginum var varið í Tallinn City Enterprise Department, miðstöð fyrir innflytjendur, þar sem fram fóru pallborðsumræður og fengum við að heyra persónulegar reynslusögur einstaklinga um skiptinám og alþjóðlega samvinnu.

Ferðin til Stokkhólms og Tallinn var afar fróðleg, fagleg og hvetjandi. Við komum heim með ný sjónarhorn, betri innsýn í alþjóðlegt samstarf í náms- og starfsráðgjöf og ekki síst ný tól og nálganir sem við getum nýtt í starfi. Slíkar heimsóknir minna á mikilvægi tengsla og samvinnu yfir landamæri og hvernig reynsla annarra getur varpað ljósi á nýjar leiðir heima fyrir. Við mælum eindregið með þátttöku í Akademíu fyrir aðra náms- og starfsráðgjafa sem vilja efla sig í starfi og taka virkan þátt í þróun faggreinarinnar heima og heiman.

Höfundar greinarinnar eru Aníta Jónsdóttir, náms- og starfsráðgjafi HA og Jóhanna María Vignir, náms- og starfsráðgjafi HR