NorNet ráðstefna í Hveragerði 2.-3. október

Kæra félagsfólk

Dagskrá fyrir ráðstefnu NorNet sem haldin verður í Hveragerði 2. – 3. október næstkomandi er orðin aðgengileg á heimasíðu ráðstefnunnar -> nornet2025.is

Athyglin er vakin á því að félagsmenn geta skráð sig á lægra verði sem Student/Practitioner og er þá á 31.000 kr.

Þetta er einstakt tækifæri fyrir okkur sem störfum á sviði náms- og starfsráðgjafar til að tengjast kollegum okkar víðsvegar að úr heiminum, kynna okkur nýjustu rannsóknir, fá innblástur í starfið – og leggja okkar af mörkum til þróunar fagsins.

Aðalfyrirlesarar

Dr. Nancy Arthur
Prófessor við University of South Australia og fyrrverandi prófessor við University of Calgary í Kanada. Nancy hefur rannsakað þvermenningarlega ráðgjöf og hvernig innflytjendur og flóttafólk upplifa og móta starfsferla sína. Hún hefur skrifað fjölda bóka og vísindagreina og þykir leiðandi í alþjóðlegri umræðu um félagslegt réttlæti og fjölmenningu í ráðgjöf.

Dr. David Reimer
Prófessor við Háskóla Íslands og áður við Aarhus-háskóla í Danmörku. David hefur sérhæft sig í félagslegum ójöfnuði innan menntakerfisins og hvernig félagsleg uppruni, menntastefna og aðgengi að ráðgjöf mótar náms- og starfsferil einstaklinga. Rannsóknir hans varpa mikilvægu ljósi á hlutverk okkar í að tryggja jöfnuð og aðgengi fyrir öll ungmenni.

Við vonumst til að sjá ykkur sem flest.

Sif, formaður skipulagsnefndar Nornet

Sandra Hlín formaður Formaður FNS

Kæra félagsfólk

Dagskrá fyrir ráðstefnu NorNet sem haldin verður í Hveragerði 2. – 3. október næstkomandi er orðin aðgengileg á heimasíðu ráðstefnunnar -> nornet2025.is

Athyglin er vakin á því að félagsmenn geta skráð sig á lægra verði sem Student/Practitioner og er þá á 31.000 kr.

Þetta er einstakt tækifæri fyrir okkur sem störfum á sviði náms- og starfsráðgjafar til að tengjast kollegum okkar víðsvegar að úr heiminum, kynna okkur nýjustu rannsóknir, fá innblástur í starfið – og leggja okkar af mörkum til þróunar fagsins.

Aðalfyrirlesarar

Dr. Nancy Arthur
Prófessor við University of South Australia og fyrrverandi prófessor við University of Calgary í Kanada. Nancy hefur rannsakað þvermenningarlega ráðgjöf og hvernig innflytjendur og flóttafólk upplifa og móta starfsferla sína. Hún hefur skrifað fjölda bóka og vísindagreina og þykir leiðandi í alþjóðlegri umræðu um félagslegt réttlæti og fjölmenningu í ráðgjöf.

Dr. David Reimer
Prófessor við Háskóla Íslands og áður við Aarhus-háskóla í Danmörku. David hefur sérhæft sig í félagslegum ójöfnuði innan menntakerfisins og hvernig félagsleg uppruni, menntastefna og aðgengi að ráðgjöf mótar náms- og starfsferil einstaklinga. Rannsóknir hans varpa mikilvægu ljósi á hlutverk okkar í að tryggja jöfnuð og aðgengi fyrir öll ungmenni.

Við vonumst til að sjá ykkur sem flest.

Sif, formaður skipulagsnefndar Nornet

Sandra Hlín formaður Formaður FNS