Kæra félagsfólk
Dagskrá fyrir ráðstefnu NorNet sem haldin verður í Hveragerði 2. – 3. október næstkomandi er orðin aðgengileg á heimasíðu ráðstefnunnar -> nornet2025.is
Athyglin er vakin á því að félagsmenn geta skráð sig á lægra verði sem Student/Practitioner og er þá á 31.000 kr.
Þetta er einstakt tækifæri fyrir okkur sem störfum á sviði náms- og starfsráðgjafar til að tengjast kollegum okkar víðsvegar að úr heiminum, kynna okkur nýjustu rannsóknir, fá innblástur í starfið – og leggja okkar af mörkum til þróunar fagsins.
Aðalfyrirlesarar
Dr. Nancy Arthur
Prófessor við University of South Australia og fyrrverandi prófessor við University of Calgary í Kanada. Nancy hefur rannsakað þvermenningarlega ráðgjöf og hvernig innflytjendur og flóttafólk upplifa og móta starfsferla sína. Hún hefur skrifað fjölda bóka og vísindagreina og þykir leiðandi í alþjóðlegri umræðu um félagslegt réttlæti og fjölmenningu í ráðgjöf.
Dr. David Reimer
Prófessor við Háskóla Íslands og áður við Aarhus-háskóla í Danmörku. David hefur sérhæft sig í félagslegum ójöfnuði innan menntakerfisins og hvernig félagsleg uppruni, menntastefna og aðgengi að ráðgjöf mótar náms- og starfsferil einstaklinga. Rannsóknir hans varpa mikilvægu ljósi á hlutverk okkar í að tryggja jöfnuð og aðgengi fyrir öll ungmenni.
Við vonumst til að sjá ykkur sem flest.
Sif, formaður skipulagsnefndar Nornet
Sandra Hlín formaður Formaður FNS