Euroguidance og Félag náms- og starfsráðgjafa bjóða til morgunverðarfundar fyrir náms- og starfsráðgjafa, miðvikudaginn 22. nóvember og tilefnið er að fá kynningu og fræðslu um Evrópska hæfniárið, hvað er að gerast í raunfærnimati á Íslandi ásamt nýjungum í verknámi tengt skráningu færni.
Athugið breytta staðsetning: Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík fundarsalur
2. hæð.
Húsið opnar kl. 9:30 og boðið verður upp á léttan morgunverð og kaffi. Dagskrá hefst kl. 10:00.
Fundurinn er skipulagður af Euroguidance í samstarfi við EPALE , EAAL og Félag náms- og starfsráðgjafa
Dagskrá:
- Kynning á Evrópska hæfniárinu (European Year of Skills) – Hulda Anna Arnljótsdóttir sérfræðingur hjá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu.
- Raunfærnimat á háskólastigi á Íslandi – Rúna Vigdís Guðmarsdóttir, forstöðukona Landskrifstofu Erasmus+, segir frá stofnun íslensks tengslanets og þátttöku í evrópska verkefninu Interconnection/Innovation/INclusion.
- Kynning á uppfærðum Evrópustöðlum um raunfærnimat – Fjóla María Lárusdóttir frá Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins.
- Rafræn ferilbók í verknámi – Sigurjóna Jónsdóttir verkefnastjóri vinnustaðanáms hjá Tækniskóla Íslands deilir með okkur reynslu sinni.
- Umræður.
Vinsamlegast skráið þátttöku sem fyrst með því að smella á hlekkinn hér