Ertu félagi í FNS og vilt taka þátt í að virkja félagsfólk til trúnaðarstarfa fyrir FNS?
Bjóddu þig fram í uppstillinganefnd FNS! Samkvæmt 12. grein laga Félags náms- og starfsráðgjafa skal uppstillinganefnd skipuð. Hún óskar eftir tilnefningum í trúnaðarstörf, nefndir og ráð félagsins. Félagsmenn geta boðið sig fram til slíkra starfa og fer kosning fram á aðalfundi ef með þarf. Í uppstillinganefnd sitja jafnan 3 – 5 aðilar.