Dagur náms- og starfsráðgjafar hefur verið haldinn hátíðlegur af Félagi náms- og starfsráðgjafa síðan 2006.
Þetta er dagurinn þar sem vakin er athygli á markmiðum náms- og starfsráðgjafar sem er að auðvelda einstaklingum að átta sig á eigin óskum og vilja og efla færni þeirra til að taka farsælar ákvarðanir um nám og starf. Auk þess viljum við fagna okkar fagi og því að við berum lögverndað starfsheiti – náms- og starfsráðgjafi!
Félag náms- og starfsráðgjöf vill tryggja aðgengi að náms- og starfsráðgjöf frá skóla til atvinnulífs, frá bernsku til fullorðinsára. Félagið hvetur allt félagsfólk til að halda upp á daginn með því að miðla af starfi sínu í gegnum hvers kyns miðla og vekja athygli á deginum á starfsvettvöngum sínum.