Námskeið í notkun Bendils verður haldið á Zoom þann 10. september næstkomandi. Skráning er á forsíðu vef Bendils.
Bendill ýtir undir sjálfsskilning og öflun upplýsinga um nám og störf. Sérhönnuð upplýsingaveita hjálpar til við markvissa og skilvirka leit að námi og störfum. Bendil er aðeins hægt að nálgast með því að hafa samband við náms- og starfsráðgjafa sem aðstoða við fyrirlögn, túlkun og næstu skref.
Ráðgjöf um náms- og starfsval byggir á þeirri hugmyndafræði að hverjum og einum sé nauðsynlegt að þekkja eigin áhuga, færni og gildismat til að geta valið nám og starfsvettvang við hæfi. Ef samræmi næst milli þessara eiginleika einstaklingsins og starfsumhverfis er líklegra að hann verði ánægður og sýni árangur í starfi. Áhugakannanir hafa verið notaðar í næstum heila öld við að meta starfsáhuga fólks og hafa þær leikið lykilhlutverk í ráðgjöf um náms- og starfsval. Áhugakannanir eru fyrst og fremst notaðar til að koma skipulagi á áhugasvið fólks og auka þannig sjálfsþekkingu. Niðurstöður áhugasviðsmats koma nemendum af stað við frekari könnun á námsleiðum og mögulegum starfsvettvangi. Færni er aðallega metin í skólakerfinu og einnig eru til matstæki fyrir nemendur til að átta sig betur á eigin gildismati þ.e. hvað skiptir þá mestu máli í lífinu.