Að taka höndum saman

Kæra félagsfólk,
Það hefur enginn farið varhluta af þeim tíðindum og aðstæðum sem upp eru vegna jarðhræringa á Reykjanesinu og áhrifin sem það hefur á íslenskt samfélag og sérstaklega íbúa Grindavíkur. Það ríkir óvissa og við sem störfum í náms- og starfsráðgjöf munum koma til með að hitta einstaklinga og hópa sem þessar aðstæður hafa áhrif á.

Við, sem fagfólk, búum yfir reynslu og þekkingu sem nýtist og ástæða til að minna á okkur þar sem mörg munu þurfa á því að halda að ræða málin og spjalla. Ég geri einnig ráð fyrir að starfsstöðvar okkar séu með einhvers konar viðbragðsáætlun í ljósi aðstæðna.

Hvet okkur öll til að taka höndum saman, hlúa að hvert öðru og að það gangi vel í þeim sérstæðu aðstæðum sem ríkja í samfélaginu um þessar mundir.

Með kærri kveðju,
f.h. stjórnar

Jón

Kæra félagsfólk,
Það hefur enginn farið varhluta af þeim tíðindum og aðstæðum sem upp eru vegna jarðhræringa á Reykjanesinu og áhrifin sem það hefur á íslenskt samfélag og sérstaklega íbúa Grindavíkur. Það ríkir óvissa og við sem störfum í náms- og starfsráðgjöf munum koma til með að hitta einstaklinga og hópa sem þessar aðstæður hafa áhrif á.

Við, sem fagfólk, búum yfir reynslu og þekkingu sem nýtist og ástæða til að minna á okkur þar sem mörg munu þurfa á því að halda að ræða málin og spjalla. Ég geri einnig ráð fyrir að starfsstöðvar okkar séu með einhvers konar viðbragðsáætlun í ljósi aðstæðna.

Hvet okkur öll til að taka höndum saman, hlúa að hvert öðru og að það gangi vel í þeim sérstæðu aðstæðum sem ríkja í samfélaginu um þessar mundir.

Með kærri kveðju,
f.h. stjórnar

Jón