Ráðstefna: Career in the post-welfare society. Precariousness, work migration and transitions.
Dagana 6. og 7. október næstkomandi verður haldin spennandi ráðstefna sem náms- og starfsráðgjafar ættu ekki að láta framhjá sér fara. Ráðstefnan er haldin á vegum norræna rannsóknahópsins NoRNet og Western Norway University of Applied Sciences. Þetta er þriðja ráðstefna norræna hópsins og það væri nú gaman að hafa íslenska ráðgjafa með á þessari. Þátttakendur geta valið milli þess að vera með í Bergen eða á netinu.