Föstudaginn 16. apríl kl.14:00 - 15:00 verður boðið upp á erindi í gegnum Zoom eða facebook fyrir félagsmenn sem fræðslunefnd félagsins stendur fyrir. Erindið heitir... Lífið er spuni, það er ekkert handrit!
Dóra Jóhannsdóttir spunaleikkona fjallar um aðferðir og hugmyndir í spunavinnu og gríni sem sem allir geta nýtt sér í leik og starfi.

Hér er síða sem heldur utan um framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu og þær kynningardagsetningar sem komnar eru. 

 

Ráðstefna: Career in the post-welfare society. Precariousness, work migration and transitions.

Dagana 6. og 7. október næstkomandi verður haldin spennandi ráðstefna sem náms- og starfsráðgjafar ættu ekki að láta framhjá sér fara. Ráðstefnan er haldin á vegum norræna rannsóknahópsins NoRNet og Western Norway University of Applied Sciences. Þetta er þriðja ráðstefna norræna hópsins og það væri nú gaman að hafa íslenska ráðgjafa með á þessari. Þátttakendur geta valið milli þess að vera með í Bergen eða á netinu.

Á vefsíðu International Association for Educational and Vocational Guidance - IAEVG finnið þið upptöku af webinarinu Hope in action með dr. Norman Amundson og Andreu Fruhling sem haldið var 30. nóvember sl. Hér er vefslóðin: https://iaevg.com/Conferences#Webinars

Í lok síðasta mánaðar fór fram stórt málþing á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar í tengslum við alþjóðlega stefnumótun og verklag vegna upplýsingamiðlunar um stöðuna á vinnumarkaði og námsleiðir. Að frumkvæði OECD þá kynntu þau Sveinn Aðalsteinsson, Fjóla María Lárusdóttir og Arnar Þorsteinsson frá FA þar íslenska vefsvæðið Næsta skref sem vakið hefur athygli OECD fyrir jákvæða þróun hvað varðar framsetningu upplýsinga og aðgengi fyrir hinn almenna notanda.

nýtt hefti af Euroguidance Insight komið á vefinn, sjá HÉR 
Efnið í þetta sinn skiptist nokkurn veginn í tvennt: hvernig brugðist var við farsóttinni skæðu á sviði náms og starfsráðgjafar og ný verkfæri eða tækni sem náms- og starfsráðgjafar eru að nota.

Fyrsta bókin um náms- og starfsráðgjöf á Norðurlöndunum er aðgengileg hér.
Fulltrúar okkar í bókinni eru þær Sif Einarsdóttir, Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, María Dóra Björnsdóttir, Dóra Stefánsdóttir og Jónína Kárdal

Þann 30. nóvember nk. býður IAEVG upp á "webinar" með þeim feðginum Norman Amundson og dóttur hans Andreu Fruhling er nefnist Hope in action.
Guðbjörg Vilhjálmsdóttir mun stýra viðburðinum. 
Nánar um viðburðin og skráningu má sjá HÉR  

Pages