Febrúar/Mars: Samráðsfundir náms- og starfsráðgjafa. Fjórir aðskildir fundir: grunnskóli, framhaldsskóli, háskóli og atvinnulíf. Hagsmuna- og fagleg málefni náms- og starfsráðgjafa verða til umræði. Fagráð sjá um skipulagningu og dagskrá fundanna og auglýsa fyrir hvern hóp.

Fagráð á háskólastigi boðaði til samráðsfundar með náms- og starfsráðgjöfum á háskólastigi miðvikudaginn 17. febrúar kl. 9-10.

Samráðsfundur náms- og starfsráðgjafa í grunnskólum verður haldinn fimmtudaginn, 11. febrúar kl. 14:00 í Rimaskóla. Til umræðu verða hagsmunamál og fagleg málefni náms- og starfsráðgjafa sem starfa í grunnskólum.

Landbúnaðarháskóli Íslands býður félagsmönnum í Félagi starfs- og námsráðgjafa til fræðslufundar í Reykavíkursetri LbhÍ á Keldnaholti föstudaginn 5. febrúar.  Fundurinn hefst kl. 14 og verður í samkomusal á efstu hæð. Megininntak fundarins verður kynning á starfsemi LbhÍ.

Þann 30. mars 2009 var lögverndun starfsheitis náms- og starfsráðgjafa samþykkt á Alþingi. Þessi nýju lög um náms- og starfsráðgjafa (lög nr. 35/2009) kveða á um hverjir hafi rétt til þess að kalla sig náms- og starfsráðgjafa og starfa sem slíkir.

Grein eftir Ágústu Ingþórsdóttur, sem birtist í Morgunblaðinu 12. desember sl.

Fræðslufundur félags náms- og starfsráðgjaafa um ADHD var haldinn 19. nóvember sl. í húsnæði Mímis símennturnar, Skeifunni 8.

Jólafundur Félags náms- og starfsráðgjafa var haldinn 4. desember sl. í kennsluhúsnæði Mímis, Öldugötu 23.

Jólafundur FNS verður haldinn á föstudaginn kemur, þann 4. desember.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði Mímis símennturnar að Öldugötu 23 á milli kl. 15 og 17.

Fimmtudaginn 19. nóvember, kl. 14:30-16:00 verður fræðslufundur fyrir félagsmenn FNS um ADHD. Ingibjörg Karlsdóttir, formaður ADHD samtakanna kynnir samtökin. Jafnframt segir Sigrún Harðardóttir náms- og starfsráðgjafi frá bók sinni og Tinnu Halldórsdóttur; Hámarksárangur í námi með ADHD.

Pages