Í hádeginu þann 1. des sl. haldin jólafundur FNS og eiga fræðslunefndar konur þakkir skyldar fyrir gott skipulag og skemmtilega stund. Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur kom og ræddi við félagsmenn m.a. um jólahefðir og hvernig konur verða stundum ákveðnar "týpur" í desember. Hún minnti á mikilvægi þess að vera umburðarlynd og njóta aðventunnar og jólanna. 

 

Hádegis jólahugvekja fræðslunefndar FNS verður föstudaginn 1.des. 
Sjá nánar í auglýsingu HÉR
Skráning HÉR

 

Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, prófessor í náms- og starfsráðgjöf og deildarforseti Félags- og mannvísindadeildar, var nýverið kjörin fulltrúi Norðurlanda í stjórn Alþjóðlegu náms- og starfsráðgjafarsamtakanna. Kjörið fór fram á fundi Norrænu náms- og starfsráðgjafarsamtakanna (Nordiska förbundet för studie- och yrkesvägledning) sem fór fram í Reykjavík í byrjun nóvember. Í samtökunum eru nú um 25 þúsund félagar frá fimmtíu löndum í sex heimsálfum. Guðbjörg hefur störf í stjórninni í október 2018.

Dagana 26. og 27. október sl. var dagur náms- og starfsráðgjafa haldin hátíðlegur á Hótel Natura. Hjónin dr. Lengelle og dr. Meijer héldu þar tveggja daga námskeið. Námskeiðið  sló heldur betur í gegn og vorum við hæstánægð hversu margir félagsmenn mættu

Þökkum fræðslunefndinni kærlega fyrir mjög góðan undirbúning,.

Til hamingju með daginn kæru náms- og starfsráðgjafar
Minnum á að skráningu á Dag náms- og starfsráðgjafar lýkur í dag
Endilega mætum sem flest og eigum saman ánægjulega daga og fögnum því að tilheyra svona skemmtilegri fagstétt
Skráning fer fram hér

"Nú styttist í dag náms- og starfsráðgjafar og það er gaman að sjá hve áhuginn er mikill hjá félagsmönnum. Það er enn hægt að skrá sig á námskeiðið og við hvetjum fólk til að nýta þetta skemmtilega tækifæri og kynnast þeim hjónum dr. Meijers og dr. Lengelle og aðferðum þeirra í ráðgjöf. Síðasti dagur skráningar er 20.

Námskeið dagana 26. og 27. október nk. 
Boðið verður upp á spennandi tveggja daga námskeið sem fræðimennirnir og hjónin dr. Lengelle og dr. Meijer verða með í tilefni dags náms- og starfsráðgjafar í ár. Þau munu mætast á miðri leið, hún kemur frá Kanada og hann frá Hollandi og munu þau kynna fyrir okkur aðferðir og verkfæri í ráðgjöf sem þau hafa þróað. 

Career Management Skills  – Hvað – Hvers vegna – Hvernig?
NVL býður til ráðstefnu um færni í stjórnun eigin starfsferils eða Career Management Skills (CMS) – sem er mikilvægt verkfæri frá sjónarhóli náms- og starfsráðgjafar

Pages