Félag náms- og starfsráðgjafa býður til opinnar dagskrár í tilefni af Degi náms- og starfsráðgjafar.

Það er félaginu mikill heiður að mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir mun halda opnunarræðu.

Lykilfyrirlestur ( á ensku) flytur Prof. Tristram Hooley frá The Inland Norway Univeristy of Applied Science og ber heitið:

Why we need career guidance in the post-pandemic era

Hægt verður að fylgjast með í beinu streymi  - sjá nánari upplýsingar á https://fb.me/e/1Z0X6wNsp

Euroguidance á Íslandi hefur verið sterkur bakhjarl Félags náms- og starfsráðgjafa í gegnum árin.

Euroguidance hefur styrkt félagið þegar komið hefur að stórviðburðum eins og Dag náms- og starfsráðgjafar ásamt því að miðla upplýsingum og fróðleik um það sem er að gerast í Evrópu er varðar náms- og starfsráðgjöf.

Félagið vill þakka Dóru Stefánsdóttur sérfræðingi hjá Rannís sérstaklega fyrir hennar störf en hún er verkefnisstjóri Euroguidance, Evrópumiðstöðvar náms- og starfsráðgjafar og landstengiliður um fullorðinsfræðslu. 

Dagur náms- og starfsráðgjafar á Íslandi er í dag og haldinn í fimmtánda sinn - það er hátíð hjá náms- og starfsráðgjöfum!
Tilgangur dagsins er að vekja athygli landsmanna á þessari tegund ráðgjafar, hvar hana er að finna ásamt því að kynna helstu strauma og stefnur í fag- og fræðigreininni.
Félag náms- og starfsráðgjafa gefur út sérblað sem fylgir Fréttablaði dagsins og þar er að finna fjölmörg viðtöl við náms- og starfsráðgjafa sem segja frá starfi sínu.

Kynningarblað í tilefni af Degi náms- og starfsráðgjafar

 

Það er okkur í fræðslunefnd FNS sönn ánægja að kynna dagskrá í tilefni af degi náms- og starfsráðgjafar, sem haldið verður upp á á Grand hótel í Reykjavík þann 28. október næstkomandi. Sjá fulla dagskrá hér

Stjórn Félags náms- og starfsráðgjafa 2021-2022 hefur skipt með sér verkum og eru eftirfarandi:

Jónína Kárdal, formaður - kjörin á aðalfundi FNS 2021

Helga Valtýsdóttir, varaformaður

Hildur Björg Vilhjálmsdóttir ritari

Hildur Björk Möller, gjaldkeri

Heimir Haraldsson, meðstjórnandi

Hrönn Grímsdóttir, meðstjórnandi

Greta Jessen, norrænn fulltrúi

Hægt er að hafa samband við stjórn með því að senda tölvupóst á netfangið fns@fns.is

 

 

Á aðalfundi FNS þann 12. maí var kjörin ný stjórn félagsins, formaður verður Jónína Kárdal og aðrir nýir í stjórn eru: Heimir Haraldsson og Hildur Björg Vilhjálmsdóttir. Áfram í stjórn eru Hildur Björk Möller gjaldkeri, Greta Jessen Norrænt samstarf, Hrönn Grímsdóttir félagatal og Helga Valtýsdóttir ritari. Einnig var kosið í nefndir og ráð sem og samþykktar nýjar siðareglur félagsins sem og ný lög. Allar nánari upplýsingar má finna hér á síðunni. 

Aðalfundur Félags náms- og starfsráðgjafa verður haldin rafrænt miðvikudaginn 12. maí nk. kl. 15 á Zoom. 

Á fundinum verða hefðbundin aðalfundarstörf sem og nýjar siðareglur félagsins bornar upp til samþykktar. 
 

Föstudaginn 16. apríl kl.14:00 - 15:00 verður boðið upp á erindi í gegnum Zoom eða facebook fyrir félagsmenn sem fræðslunefnd félagsins stendur fyrir. Erindið heitir... Lífið er spuni, það er ekkert handrit!
Dóra Jóhannsdóttir spunaleikkona fjallar um aðferðir og hugmyndir í spunavinnu og gríni sem sem allir geta nýtt sér í leik og starfi.

Hér er síða sem heldur utan um framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu og þær kynningardagsetningar sem komnar eru. 

 

Ráðstefna: Career in the post-welfare society. Precariousness, work migration and transitions.

Dagana 6. og 7. október næstkomandi verður haldin spennandi ráðstefna sem náms- og starfsráðgjafar ættu ekki að láta framhjá sér fara. Ráðstefnan er haldin á vegum norræna rannsóknahópsins NoRNet og Western Norway University of Applied Sciences. Þetta er þriðja ráðstefna norræna hópsins og það væri nú gaman að hafa íslenska ráðgjafa með á þessari. Þátttakendur geta valið milli þess að vera með í Bergen eða á netinu.

Pages