Náms- og starfsráðgjöf: fjárfesting sem borgar sig.

Í dag, 20. október, er dagur náms- og starfsráðgjafar. Á þessum degi er gott að minna sig á hversu mikilvægt það er að við höfum öll aðgang að náms- og starfsráðgjöf í gegnum lífið – hvort sem við erum í grunnskóla, framhaldsskóla, háskóla, á vinnumarkaði eða utan hans í lengri eða skemmri tíma.

OECD, Efnahags- og framfarastofnunin sem vinnur að því að efla menntun, atvinnulíf og lífsgæði, hefur ítrekað bent á að náms- og starfsráðgjöf sé lykilþáttur í velferð samfélaga. Rannsóknir þeirra sýna að mörg ungmenni hafi óraunhæfar væntingar um framtíðarstörf sín og skorti upplýsingar um námsleiðir og tækifæri á vinnumarkaði. Þar kemur náms- og starfsráðgjöf til sögunnar: með náms- og starfsráðgjöf geta draumar orðið að veruleika þó upphaflega stefið hafi tekið breytingum og taki nú mið af því sem einstaklingurinn hefur úr að moða.

OECD leggur líka áherslu á að náms- og starfsráðgjöf sé ekki aðeins fyrir börn og ungmenni sem stunda nám. Fullorðnir þurfa leiðsögn þegar störf hverfa, ný tækni breytir vinnumarkaðnum eða þegar fólk stendur frammi fyrir breytingum í lífi sínu. Í raun er náms- og starfsráðgjöf ævilangt ferli sem á að fylgja okkur öllum frá grunnskóla til eftirlauna.

OECD bendir jafnframt á mikilvægi þess að ráðgjafar hafi uppfærðar upplýsingar um þróun vinnumarkaðarins, að tækni og stafrænar lausnir séu nýttar til að auka aðgengi, og að þjónustan sé metin reglulega út frá gæðum og árangri. Það er ekki nóg að hafa náms- og starfsráðgjöf til staðar; hún verður að vera fagleg, aðgengileg og byggð á þekkingu. Hafa ber í huga að náms- og starfsráðgjöf er lögbundin þjónusta og að starfsheitið náms- og starfsráðgjafi er lögverndað. Það þýðir að einungis menntaðir sérfræðingar með viðurkennda hæfni geta sinnt þessu starfi – enda er um að ræða þjónustu sem snertir líf og framtíð einstaklinga.

Þetta eru ekki bara tillögur frá alþjóðlegri stofnun – þetta er bein áskorun til okkar hér heima. Við fögnum því að í annarri áætlun Menntastefnu til ársins 2030 er stefnt að því að náms- og starfsráðgjöf verði samfelld þjónusta í menntakerfinu og styrki þannig jöfnuð og tækifæri fyrir öll. Í þeirri áætlun er tekið fram að náms- og starfsráðgjöf styðji við aukna farsæld, félagslegan, jöfnuð, inngildingu og dragi úr úr þeim hindrunum sem kunna að hamla þátttöku einstaklinga í samfélaginu. Þetta undirstrikar þá kröfu okkar að náms- og starfsráðgjöf sé fagleg þjónusta – ekki viðauki heldur einn af grunnþáttum menntakerfisins.

Nú hafa verið boðaðar breytingar á framhaldsskólastiginu og leggjum við í Félagi náms- og starfsráðgjafa mikla áherslu á að samráð verði haft við okkur og að þessar breytingar snúist raunverulega um aukna stoðþjónustu við nemendur þar sem við getum mætt fjölbreyttum nemendahópi á þeirra heimasvæði sem er í skólunum sjálfum. 

Það eru teikn á lofti um að við séum að taka skref í rétta átt, en það þarf fjármagn, festu og pólitískan vilja til að gera orð að veruleika. Við getum ekki leyft okkur að láta nemendur, háskólanema eða fullorðna einstaklinga standa ein frammi fyrir erfiðum ákvörðunum um framtíð sína. Náms- og starfsráðgjöf er ekki lúxus – hún er nauðsyn. Íslenskar rannsóknir sýna að markviss náms- og starfsráðgjöf dregur úr brotthvarfi og leiðir til betri náms- og starfsvals, sem þýðir minni sóun á fjármunum, betri nýtingu menntakerfisins og raunverulegan sparnað fyrir samfélagið til lengri tíma.

Í dag, 20. október, er dagur náms- og starfsráðgjafar. Á þessum degi er gott að minna sig á hversu mikilvægt það er að við höfum öll aðgang að náms- og starfsráðgjöf í gegnum lífið – hvort sem við erum í grunnskóla, framhaldsskóla, háskóla, á vinnumarkaði eða utan hans í lengri eða skemmri tíma.

OECD, Efnahags- og framfarastofnunin sem vinnur að því að efla menntun, atvinnulíf og lífsgæði, hefur ítrekað bent á að náms- og starfsráðgjöf sé lykilþáttur í velferð samfélaga. Rannsóknir þeirra sýna að mörg ungmenni hafi óraunhæfar væntingar um framtíðarstörf sín og skorti upplýsingar um námsleiðir og tækifæri á vinnumarkaði. Þar kemur náms- og starfsráðgjöf til sögunnar: með náms- og starfsráðgjöf geta draumar orðið að veruleika þó upphaflega stefið hafi tekið breytingum og taki nú mið af því sem einstaklingurinn hefur úr að moða.

OECD leggur líka áherslu á að náms- og starfsráðgjöf sé ekki aðeins fyrir börn og ungmenni sem stunda nám. Fullorðnir þurfa leiðsögn þegar störf hverfa, ný tækni breytir vinnumarkaðnum eða þegar fólk stendur frammi fyrir breytingum í lífi sínu. Í raun er náms- og starfsráðgjöf ævilangt ferli sem á að fylgja okkur öllum frá grunnskóla til eftirlauna.

OECD bendir jafnframt á mikilvægi þess að ráðgjafar hafi uppfærðar upplýsingar um þróun vinnumarkaðarins, að tækni og stafrænar lausnir séu nýttar til að auka aðgengi, og að þjónustan sé metin reglulega út frá gæðum og árangri. Það er ekki nóg að hafa náms- og starfsráðgjöf til staðar; hún verður að vera fagleg, aðgengileg og byggð á þekkingu. Hafa ber í huga að náms- og starfsráðgjöf er lögbundin þjónusta og að starfsheitið náms- og starfsráðgjafi er lögverndað. Það þýðir að einungis menntaðir sérfræðingar með viðurkennda hæfni geta sinnt þessu starfi – enda er um að ræða þjónustu sem snertir líf og framtíð einstaklinga.

Þetta eru ekki bara tillögur frá alþjóðlegri stofnun – þetta er bein áskorun til okkar hér heima. Við fögnum því að í annarri áætlun Menntastefnu til ársins 2030 er stefnt að því að náms- og starfsráðgjöf verði samfelld þjónusta í menntakerfinu og styrki þannig jöfnuð og tækifæri fyrir öll. Í þeirri áætlun er tekið fram að náms- og starfsráðgjöf styðji við aukna farsæld, félagslegan, jöfnuð, inngildingu og dragi úr úr þeim hindrunum sem kunna að hamla þátttöku einstaklinga í samfélaginu. Þetta undirstrikar þá kröfu okkar að náms- og starfsráðgjöf sé fagleg þjónusta – ekki viðauki heldur einn af grunnþáttum menntakerfisins.

Nú hafa verið boðaðar breytingar á framhaldsskólastiginu og leggjum við í Félagi náms- og starfsráðgjafa mikla áherslu á að samráð verði haft við okkur og að þessar breytingar snúist raunverulega um aukna stoðþjónustu við nemendur þar sem við getum mætt fjölbreyttum nemendahópi á þeirra heimasvæði sem er í skólunum sjálfum. 

Það eru teikn á lofti um að við séum að taka skref í rétta átt, en það þarf fjármagn, festu og pólitískan vilja til að gera orð að veruleika. Við getum ekki leyft okkur að láta nemendur, háskólanema eða fullorðna einstaklinga standa ein frammi fyrir erfiðum ákvörðunum um framtíð sína. Náms- og starfsráðgjöf er ekki lúxus – hún er nauðsyn. Íslenskar rannsóknir sýna að markviss náms- og starfsráðgjöf dregur úr brotthvarfi og leiðir til betri náms- og starfsvals, sem þýðir minni sóun á fjármunum, betri nýtingu menntakerfisins og raunverulegan sparnað fyrir samfélagið til lengri tíma.