Fræðslunefnd FNS býður í heimsókn til Samtakanna ´78. Þar munum við m.a. að fræðast um að stöðu nafnabreytinga, hvaða orðræða/orðfæri er ,,í lagi'' að nota og hvernig við getum komið betur til móts við einstaklinga sem við erum að þjónusta (sem eru alls staðar á milli þess að skilgreina sem sem KK og/eða KVK, gagnkynhneigð og/eða samkynhneigð og fleira)

Skráning fer fram hér https://doodle.com/poll/2pq8hda4r8u6ip6c

Upplýsingar um opnu hús framhaldsskólanna á höfuðborgarsvæðinu nú á vormánuðum má finna HÉR í einu skjali. 
Ennfremur er búið að setja opnu húsin inn í viðburðadagatal hér á síðunni 

 

Jólafundur fræðslunefndar FNS verður haldinn í hádeginu 6. desember frá kl. 12-14 á neðri hæð Pure Deli í Hamraborg Kópavogi. 
Sjá nánari auglýsingu hér á mynd. 
Vinsamlegast skráið ykkur HÉR 

Dr. Ron Sultana prófessor á Möltu, mun verða aðal fyrirlesari og verkstofustjóri á málþingi Námsbrautar í náms- og starfsráðgjöf, 26. mars n.k. Hann er skemmtilegur fyrirlesari og einn aðal sérfræðingur Evrópu um félagslegt réttlæti í náms- og starfsráðgjöf. Sjá nánar HÉR

 

Félagslegt réttlæti er ofarlega á blaði alþjóðlegum heimi náms- og starfsráðgjafar sem kemur m.a. fram í því að stjórn IAEVG (International Association for Educational and Vocational Guidance) er um það bil að senda frá sér yfirlýsingu um að gera skuli öllum jafnhátt í samfélaginu og nýta ólíka hæfni og þekkingu fólks, óháð uppruna.

Dagskrá dags náms- og starfsráðgjafar sem verður haldinn hátíðlegur 1. nóv nk. er orðin klár og hana sjáið þið HÉR
Skráning fer fram HÉR

 

Dagana 11.-13. september sl. var haldin alþjóðleg ráðstefna IAEVG í Bratislava, Slóvakíu þar sem þemað var Career Guidance for Inclusive Society. Þeim rúmlega 500 þátttakendum frá 46 löndum sem tóku þátt í ráðstefnunni var boðið uppá 9 aðalfyrirlesara og tæplega 70 málstofur, vinnustofur og fyrirlestra sem velja þurfti á milli.

Fyrsti viðburður fræðslunefndar FNS þetta misserið er heimsókn í Bergið Headspace fimmtudaginn 26. september kl. 15  
Endilega skráið ykkur HÉR 

Nú er starfið í FNS komið vel af stað eftir sumarfrí. 
Stjórnin er búin að funda með öllum nefndum og ráðum og leggja línurnar fyrir veturinn

Fréttabréf haustins er að finna HÉR
 

Pages