Október- tími þekkingar og tengsla

Það að tilheyra Félagi náms- og starfsráðgjafa (FNS) felur í sér mikið meira en bara að greiða félagsgjöld. Það er þátttaka í lifandi samfélagi fagfólks sem deilir sameiginlegum markmiðum og eflir einstaklinga til náms og starfa.

Októbermánuður hefur alltaf verið góður mánuður í starfi náms- og starfsráðgjafa. Þetta er tími til að efla sig í starfi, styrkja tengslanetið og líta upp frá daglegum verkefnum . Í október er okkar dagur, 20. október, Dagur náms- og starfsráðgjafa. Þá er mikilvægt að staldra við og minna á sitt góða og mikilvæga starf.

Árleg haustráðstefna FNS er hápunktur starfsársins og er dagur sem sameinar fræðslu, umræðu og tengslamyndun. Þá koma saman náms- og starfsráðgjafar til að kynna sér nýjar aðferðir, hugmyndir og spegla sig við kollega. Oft eru það einmitt samtölin á milli fyrirlestra sem gefa hvað mest, þegar kollegar deila reynslu og lausnum úr eigin starfi. Næsta haustráðstefna félagsins er 7. nóvember og ber yfirskriftina Virðing og velferð. Við verðum reynslunni ríkari eftir þann dag. Hlakka til að sjá ykkur sem flest á ráðstefnunni og eflum félagsandann. Það gerir okkur að betri náms- og starfsráðgjöfum að hittast og líta upp frá amstri dagsins og umvefja okkur þekkingu og tengslum.

Bestu kveðjur,

Kristín Birna Jónasdóttir

Náms- og starfsráðgjafi

Það að tilheyra Félagi náms- og starfsráðgjafa (FNS) felur í sér mikið meira en bara að greiða félagsgjöld. Það er þátttaka í lifandi samfélagi fagfólks sem deilir sameiginlegum markmiðum og eflir einstaklinga til náms og starfa.

Októbermánuður hefur alltaf verið góður mánuður í starfi náms- og starfsráðgjafa. Þetta er tími til að efla sig í starfi, styrkja tengslanetið og líta upp frá daglegum verkefnum . Í október er okkar dagur, 20. október, Dagur náms- og starfsráðgjafa. Þá er mikilvægt að staldra við og minna á sitt góða og mikilvæga starf.

Árleg haustráðstefna FNS er hápunktur starfsársins og er dagur sem sameinar fræðslu, umræðu og tengslamyndun. Þá koma saman náms- og starfsráðgjafar til að kynna sér nýjar aðferðir, hugmyndir og spegla sig við kollega. Oft eru það einmitt samtölin á milli fyrirlestra sem gefa hvað mest, þegar kollegar deila reynslu og lausnum úr eigin starfi. Næsta haustráðstefna félagsins er 7. nóvember og ber yfirskriftina Virðing og velferð. Við verðum reynslunni ríkari eftir þann dag. Hlakka til að sjá ykkur sem flest á ráðstefnunni og eflum félagsandann. Það gerir okkur að betri náms- og starfsráðgjöfum að hittast og líta upp frá amstri dagsins og umvefja okkur þekkingu og tengslum.

Bestu kveðjur,

Kristín Birna Jónasdóttir

Náms- og starfsráðgjafi