Starfslýsing

Almenn starfslýsing fyrir náms- og starfsráðgjafa

Ráðgjöf í námi og starfi

Ráðgjöf um vinnubrögð

  • Leiðsögn og fræðsla um skipulagningu tíma og áætlanagerð
  • Leiðsögn og fræðsla um námstækni (s.s. námsaðferðir, lestraraðferðir og   prófundirbúning)
  • Leiðsögn og fræðsla um lífsstíl og venjur sem stuðlað geta að aukinni einbeitingu, úthaldi og auknu tilfinningalegu jafnvægi

Persónuleg ráðgjöf og stuðningur

  • Stuðningur og ráðgjöf vegna tímabundinna erfiðleika og/eða áfalla
  • Stuðningur og ráðgjöf vegna erfiðleika í einkalífi
  • Leiðsögn og ráðgjöf um streitu- og kvíðastjórnun
  • Tilvísun og samstarf við sérfræðinga í sértækum málum
  • Hópráðgjöf/námskeiðahald sem styrkja einstaklinginn í námi og/eða atvinnulei (s.s. gerð  ferilskráa, atvinnuumsókna, námstækni og prófkvíði)

Ráðgjöf, hagsmuna​gæsla og upplýsingamiðlun vegna sérhæfðra réttindamála

  •   Stuðningur við einstaklinga með sérþarfir í samstarfi við aðra fagaðila
  •   Mat og greining á úrræðum fyrir einstaklinga með sérþarfir
  •   Samstarf við yfirvöld, sérfræðinga og þjónustuaðila í málefnum einstaklinga með sérþarfir

Ráðgjöf við náms- og starfsval

  • Áhugagreining
  • Könnun og greining á áhugasviði einstaklinga; fer ýmist fram með viðtölum eða með notkun mælitækja og kannana

Mat og greining á náms- og starfsfærni

  • Greining styrkleika og veikleika einstaklinga með tilliti til náms og starfa; fer aðallega fram með  viðtölum við ráðþega
  • Miðlun upplýsinga um möguleika og framboð á námi og störfum
  • Veitir upplýsingar og ráðgjöf um nám, námskeið, starfsmenntun og starfsval
  • Starfsfræðsla; umsjón með framkvæmd starfsfræðslu í samstarfi við kennara, starfsfræðslufulltrúa og fulltrúa atvinnulífs
  • Námskynningar; skipulag námskynninga innan skólans og undirbúningur og uppfræðsla nemenda fyrir stærri sameiginlegar námskynningar menntakerfisins
  • Gagnasmíð, gagna- og upplýsingasöfnun og viðhald gagnabanka um nám og störf
  • Miðlun og leiðsögn við notkun upplýsinga úr gagnabanka

Þróunarve​rkefni

  • Skýrslugerð
  • Skráning viðtala og viðfangsefna
  • Úrvinnsla tölulegra upplýsinga um viðtöl og viðfangsefni
  • Mat og áætlanagerð

Viðhald fagþekkingar​

  •   Þróun nýrra starfsaðferða
  •   Endurmenntun/símenntun
  •   Samstarf við aðra ráðgjafa og faghópa
  •   Handleiðsla/sjálfsskoðun

Kannanir og rannsóknir​

  • Mat á starfsaðferðum
  • Kannanir og eftirfylgni verkefna og viðfangsefna
  • Kannanir á aðstæðum og viðhorfum ráðþega
  • Fræðsla og miðlun þekkingar
  • Náms- og starfsráðgjöfum skal veitt svigrúm til að sinna:
  • Fyrirlestrum
  • Greinaskrifum
  • Viðtölum við fjölmiðla
  • Fundum
  • Nefndarstörfum
  • Samningu fræðsluefnis í greininni
  • Ráðstefnum


Greinargerð með alm​ennri starfslýsingu fyrir náms- og starfsráðgjafa

Hér á eftir fer almenn starfslýsing fyrir náms- og starfsráðgjafa en tillaga nefndar sem að henni vann var samþykkt á aðalfundi Félags náms- og starfsráðgjafa 4. apríl 2003. Nefndina sátu Arnfríður Ólafsdóttir, f.h. háskólastigsins, Inga Þóra Ingadóttir, f.h. framhaldsskólastigsins, Lena Rist, f.h. grunnskólastigsins, og Ólafur Finnbogason, f.h. atvinnulífsins. Nefndin fundaði þrisvar sinnum vegna þessa verkefnis og sendi tillögur sín á milli á netinu.

Meginmarkmið með gerð almennrar starfslýsingar fyrir náms- og starfsráðgjafa er að auðvelda þeim að mynda ramma utan um störf sín. Við gerð starfslýsingarinnar studdist nefndin við ýmis gögn þ.m.t. skýrslu nefndar um eflingu náms- og starfsráðgjafar , starfslýsingar frá náms- og starfsráðgjöfum og reglugerð um starfslið framhaldsskóla nr.5/2001 o.fl. Reynt var að einangra það sem okkur virtist vera sameiginlegt með þeim gögnum sem við höfðum í höndum og að lokum að sameina lýsinguna við störf náms- og starfsráðgjafa. Lögð er áhersla á að eftirfarandi starfslýsingu nýti náms- og starfsráðgjafar sér sem fyrirmynd sem þeir styðjast við þegar þeir gera eigin starfslýsingu með þeim breytingum sem nauðsynleg er hverjum ráðgjafa fyrir sig.

Náms- og starfsráðgjafar starfa m.a. í skólum, í fyrirtækjum og á atvinnumiðlunum. Starf þeirra er breytilegt eftir því hvar þeir starfa en byggir þó að grunni til á því sameiginlega markmiði að stuðla að velferð einstaklinga með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Eins og starfsheitið gefur tilefni til eru náms- og starfsráðgjafar sérfræðingar í ráðgjöf um það sem lýtur að námi og störfum, hvort heldur sé í námi/starfi eða um nám/störf.

Þrátt fyrir sameiginleg markmið, sérmenntun og starfsheiti rákum við okkur á að ýmis atriði sem aðgreindu störf náms- og starfsráðgjafa miðað við hvort þeir ynnu í skólakerfinu eða utan þess. Mætti vel hugsa sér að bæta eftirfarandi liðum við almennu starfslýsinguna hjá náms- og starfsráðgjöfum starfandi í skólakerfinu:

  • Móttaka nýnema/nýnemakynning
  • Kynning á námslegum og félagslegum þáttum skólaumhverfisins. Framkvæmd í samstarfi við kennara og eldri nemendur/nemendafélög.
  • Kynning á skólastarfinu, námsfyrirkomulagi, reglum, nemendaþjónustu og félagslífi.
  • Samstarf heimilis og skóla
  • Kynning fyrir aðstandendur nemenda til að efla samstarf heimilis og skóla. Framkvæmd í samstarfi við kennara, aðra starfsmenn skólans, eldri nemendur/nemendafélög og foreldrafélög.
  • Stuðningsviðtöl og leiðsögn við foreldra.

Einnig mætti hugsa sér að bæta m.a. eftirfarandi liði við almennu starfslýsinguna hjá náms- og starfsráðgjöfum starfandi í atvinnulífinu og/eða á atvinnumiðlunum:

        Aðstoð við atvinnule​it

Aðstoðar atvinnuleitendur í atvinnuleit við að gera sér grein fyrir möguleikum sínum á vinnumarkaði og með því að leiðbeina þeim við hvernig best sé að haga atvinnuleit, gerð atvinnuumsókna og undirbúning og framkomu í atvinnuviðtölum.