Stjórn Félags náms- og starfsráðgjafa boðar til aðalfundar 3. maí kl. 14:00 næstkomandi í húsakynnum Flensborgarskólans í Hafnarfirði. Streymi verður í boði fyrir félagsfólk sem kemst ekki á staðinn. Við biðjum félagsfólk um að skrá á eyðublað sem hefur borist í tölvupósti og tilgreina hvort mætt verði á staðinn eða tekið þátt í gegnum streymi .
Dagskrá aðalfundar er samkvæmt 8. grein laga :
Dagskrá aðalfundar skal vera:
Skýrsla stjórnar
Ársreikningurfélagsins yfirfarinn af löggiltum endurskoðandaUmræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins
Lagabreytingar
Nefndastörf
Umræður og afgreiðsla mála
Kosning stjórnar, varastjórnar, fræðslunefndar, kjaranefndar, siðanefndar, fulltrúa norræns samstarfs og fagráða.
Önnur mál.
Samkvæmt 9. grein laga Félags náms- og starfsráðgjafa má aðeins breyta lögum á aðalfundi.
Stjórn FNS vill leggja fram tillögu um lagabreytingu við grein 4 sem fjallar um félagsaðild.
Hún hljóðar svo:
4. grein
Félagsmenn í Félagi náms- og starfsráðgjafa:
1. Fullgildir félagsmenn geta þeir einir verið sem hafa lokið námi í náms-og starfsráðgjöf sem mennta- og menningarmálaráðuneytið samþykkir og hafa jafnframt löggildingu starfsheitisins frá sama ráðuneyti.
2. Við 67 ára aldur fellur félagsgjald niður en félagsmenn geta áfram verið fullgildir meðlimir.
3. Þeir sem hafa leyfi mennta-og menningarmálaráðherra til að kalla sig náms- og starfsráðgjafa enda þótt þeir uppfylli ekki skilyrði 2. mgr. 1. gr. laga nr. 35/2009 geta sótt um aukaaðild.
Full aðild að FNS gefur réttindi til að gegna ábyrgðarstörfum innan félagsins og kosningarétt á aðalfundi og félagsfundum.
Þeir félagsmenn sem hafa nú þegar fulla aðild að félaginu halda henni.
Inntökubeiðni í Félag náms- og starfsráðgjafa skal vera skrifleg og skulu fylgja með upplýsingar um prófgráður, starfsheiti og vinnustað þar sem það á við.
Gjaldkeri félagsins sér um innheimtu félagsgjalda í umboði stjórnar. Stjórn FNS sér um félagaskrá og inntöku nýrra félagsmanna.
Breytingartillaga stjórnar er svo hljóðandi:
4. grein
Félagsmenn í Félagi náms- og starfsráðgjafa:
1. Fullgildir félagsmenn geta þeir einir verið sem hafa lokið námi í náms-og starfsráðgjöf sem mennta- og menningarmálaráðuneytið samþykkir og hafa jafnframt löggildingu starfsheitisins frá sama ráðuneyti.
2. Við 67 ára aldur fellur félagsgjald niður en félagsmenn geta áfram verið fullgildir meðlimir.
3. Þeir sem hafa leyfi mennta-og menningarmálaráðherra til að kalla sig náms- og starfsráðgjafa enda þótt þeir uppfylli ekki skilyrði 2. mgr. 1. gr. laga nr. 35/2009 geta sótt um aukaaðild.
4. Meistaranemar í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands geta sótt um aukaaðild að félaginu. Aukaaðild gildir í tvö starfsár og fellur niður að þeim tíma loknum.
Full aðild að FNS gefur réttindi til að gegna ábyrgðarstörfum innan félagsins og kosningarétt á aðalfundi og félagsfundum. Þeir félagsmenn sem hafa nú þegar fulla aðild að félaginu halda henni. Inntökubeiðni í Félag náms- og starfsráðgjafa skal vera skrifleg og skulu fylgja með upplýsingar um prófgráður eða stöðu í meistaranámi, starfsheiti og vinnustað þar sem það á við. Gjaldkeri félagsins sér um innheimtu félagsgjalda í umboði stjórnar. Stjórn FNS sér um félagaskrá og inntöku nýrra félagsmanna.
Rökstuðningur:
Félag náms- og starfsráðgjafa er eini faglegi vettvangur þeirra sem starfa við fagið á Íslandi. Mikilvægt er að koma á öflugri tengslum við meistaranema sem eru að læra fagið og ástunda fræðin. Aukaaðild meistaranema stuðlar að því að þeir kynnast félagsstarfseminni og félagsfólki, faglegt tengslanet þeirra eflist og er fyrirséð að þetta fyrirkomulag stuðli auk þess að nýliðun í félaginu. Það skiptir máli fyrir félagið að hlúa að samskiptum við meistaranema þannig að yfirfærsla frá því að vera stúdent yfir í fagaðila í náms- og starfsráðgjöf verði greið. Með þessu er verið að stuðla að sterkri félags- og fagvitund.
Fyrir hönd stjórnar Félags náms- og starfsráðgjafa,
Jónína Kárdal, formaður
Miðvikudagur, 26. apríl 2023 – 20:00