Tilkynning um lokun vefsins Næsta skref 1. apríl

Stjórn Félags náms- og starfsráðgjafa (FNS) hefur móttekið bréf frá Hildi Betty Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins þess efnis að Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sjái sér ekki annað fært en að loka vefnum Næsta skref 1. apríl næstkomandi vegna skorts á rekstrarfé.

Stjórn FNS harmar mjög þá stöðu sem upp er komin og undrast andvaraleysi stjórnvalda.

Vefurinn Næsta skref er einstakur hér á landi. Helstu notendur eru einstaklingar sem eru að huga að náms- og starfsþróun, nemendur á öllum stigum menntakerfisins og náms- og starfsráðgjafar.

Vefurinn er eitt helsta tæki náms- og starfsráðgjafa í grunn-, framhalds-, háskólum og framhaldsfræðslu. Náms- og starfsráðgjafar hafa getað treyst því að þar eru að finna áreiðanlegar upplýsingar um náms- og störf á Íslandi, settar fram á aðgengilegan og notendavænan hátt. Vefurinn hefur verið í stöðugri þróun til að tryggja gæði til notenda og mega náms- og starfsráðgjafar ekki til þess hugsa að vefnum verði lokað. Hér er verið að kippa undan einni grunnstoð í ráðgjöf til einstaklinga og nemenda um náms- og starfsval.

Í ljósi áherslna Mennta- og barnamálaráðuneytis um Menntastefnu 2030 og eflingu iðn- og verkgreina, endurskoðun framhaldsfræðslulaga og áherslu á eflingu hugvits þá skýtur lokun vefsins mjög skökku við.

Stjórn FNS undrast mjög það áhuga- og skilningsleysi sem mætir Fræðslumiðstöð atvinnulífsins um rekstur vefsins sem hefur nú leitt til þess að neyðst hefur verið að taka ákvörðunum um lokun hans.

Félag náms- og starfsráðgjafa mun senda mótmæli til stjórnvalda, senda viðhlítandi erindi og skilaboð og óska skýringa á þessari stöðu sem upp er komin.

Fyrir hönd stjórnar Félags náms- og starfsráðgjafa

Jónína Kárdal, formaður

Stjórn Félags náms- og starfsráðgjafa (FNS) hefur móttekið bréf frá Hildi Betty Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins þess efnis að Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sjái sér ekki annað fært en að loka vefnum Næsta skref 1. apríl næstkomandi vegna skorts á rekstrarfé.

Stjórn FNS harmar mjög þá stöðu sem upp er komin og undrast andvaraleysi stjórnvalda.

Vefurinn Næsta skref er einstakur hér á landi. Helstu notendur eru einstaklingar sem eru að huga að náms- og starfsþróun, nemendur á öllum stigum menntakerfisins og náms- og starfsráðgjafar.

Vefurinn er eitt helsta tæki náms- og starfsráðgjafa í grunn-, framhalds-, háskólum og framhaldsfræðslu. Náms- og starfsráðgjafar hafa getað treyst því að þar eru að finna áreiðanlegar upplýsingar um náms- og störf á Íslandi, settar fram á aðgengilegan og notendavænan hátt. Vefurinn hefur verið í stöðugri þróun til að tryggja gæði til notenda og mega náms- og starfsráðgjafar ekki til þess hugsa að vefnum verði lokað. Hér er verið að kippa undan einni grunnstoð í ráðgjöf til einstaklinga og nemenda um náms- og starfsval.

Í ljósi áherslna Mennta- og barnamálaráðuneytis um Menntastefnu 2030 og eflingu iðn- og verkgreina, endurskoðun framhaldsfræðslulaga og áherslu á eflingu hugvits þá skýtur lokun vefsins mjög skökku við.

Stjórn FNS undrast mjög það áhuga- og skilningsleysi sem mætir Fræðslumiðstöð atvinnulífsins um rekstur vefsins sem hefur nú leitt til þess að neyðst hefur verið að taka ákvörðunum um lokun hans.

Félag náms- og starfsráðgjafa mun senda mótmæli til stjórnvalda, senda viðhlítandi erindi og skilaboð og óska skýringa á þessari stöðu sem upp er komin.

Fyrir hönd stjórnar Félags náms- og starfsráðgjafa

Jónína Kárdal, formaður