Miðasala fyrir haustráðstefnu FNS, Vöxtur og vellíðan hefur gengið glimrandi vel og greinilegt að dagskráin leggst vel í félagsfólk. Nú er komið að því að kynna síðasta fyrirlesarann og er það engin önnur en Ragnhildur Þórðardóttir, eða Ragga nagli. Erindið hennar ber heitið:
Heilbrigð mörk – Lærum að setja og virða mörk
Í fyrirlestrinum verður farið í gegnum eftirfarandi þætti:
- Hvers vegna þurfum við mörk?
- Hvað eru mörk hvað eru ekki mörk?
- Hvernig mörk eru mismunandi.
- Hvers vegna setjum við ekki mörk?
- Hvernig virðum við mörk annarra?
og margt fleira tengt heilbrigðum samskiptum.
Eftir fyrirlesturinn verður vinnustofa þar sem þátttakendur fá verkefni til að skoða samskipti og mörk í sínu lífi og yfirstíga eigin hindranir við að setja mörk.
Ragga nagli fer yfir hvernig við getum notað þekkingu og verkfæri til að festa mörk í taugakerfinu og styrkja þannig sjálfsmyndina, eiga heilbrigð samskipti og minnka streitu.
Hér getur fólk keypt miða á ráðstefnuna. Athugið að félagsfólk fékk sendan afsláttarkóða í gegnum póstlista félagsins sem hægt er að nýta til lækkunar á aðgöngumiðanum. Í dag, 4. október er jafnframt síðasti dagurinn til að ná sér í miða á sérstöku snemmskráningartilboði með kóðanum.
Við hlökkum gríðarlega til dagsins með ykkur, kæra félagsfólk.
Hér er dagskrá ráðstefnunnar:
