Prófessor Ronald Sultana látinn

Sú sorgarfregn hefur borist að Prófessor Ronald Sultana við Háskólann á Möltu er látinn, 65 ára að aldri. Ronald var mikill öðlingur og brann fyrir faginu og fræðinni. Hann hafði mikil áhrif í gegnum skrif sín og rannsóknir á sviði náms- og starfsráðgjafar og náms- starfsfræðslu á alþjóðavísu. Hans er minnst víða um heim fyrir innsæi sitt, skuldbindingu og sem leiðtoga og mentor.

Ronald sótti Ísland heim þrisvar sinnum og styrkti bæði námsbraut og félagið með kennslu sinni og nærveru. Hann var frábær kollegi og vinur. Skemmst er að minnast fyrirlesturs sem hann hélt fyrir félagið hér á landi fyrir rúmu ári og deildi þekkingu sinni og kunnáttu um gæði í náms- og starfsfræðslu.

Félag náms- og starfsráðgjafa minnist hans með mikilli hlýju og er þakklátt fyrir allt hans framlag til náms- og starfsráðgjafar hér á Íslandi og á alþjóðavísu. Ronalds er minnst víða um heim og margir sem áttu hann að sem kollega og vin.

Hugur okkar er hjá fjölskyldu Ronalds og ástvinum á þessum erfiða tíma
Hægt er að senda kveðjur og rita minningarorð með því að smella á neðangreinda hlekk og skilaboð fjölskyldunnar eru eftirfarandi.

You are also welcome to share your thoughts and memories in the memorial book (link below). Your words, no matter how brief, will be a meaningful addition to the collective remembrance of Ronald.
https://everloved.com/life-of/ronald-sultana/memories/?share-memory=2&flow=220

Blessuð sé minnig Ronalds Sultana.

Sú sorgarfregn hefur borist að Prófessor Ronald Sultana við Háskólann á Möltu er látinn, 65 ára að aldri. Ronald var mikill öðlingur og brann fyrir faginu og fræðinni. Hann hafði mikil áhrif í gegnum skrif sín og rannsóknir á sviði náms- og starfsráðgjafar og náms- starfsfræðslu á alþjóðavísu. Hans er minnst víða um heim fyrir innsæi sitt, skuldbindingu og sem leiðtoga og mentor.

Ronald sótti Ísland heim þrisvar sinnum og styrkti bæði námsbraut og félagið með kennslu sinni og nærveru. Hann var frábær kollegi og vinur. Skemmst er að minnast fyrirlesturs sem hann hélt fyrir félagið hér á landi fyrir rúmu ári og deildi þekkingu sinni og kunnáttu um gæði í náms- og starfsfræðslu.

Félag náms- og starfsráðgjafa minnist hans með mikilli hlýju og er þakklátt fyrir allt hans framlag til náms- og starfsráðgjafar hér á Íslandi og á alþjóðavísu. Ronalds er minnst víða um heim og margir sem áttu hann að sem kollega og vin.

Hugur okkar er hjá fjölskyldu Ronalds og ástvinum á þessum erfiða tíma
Hægt er að senda kveðjur og rita minningarorð með því að smella á neðangreinda hlekk og skilaboð fjölskyldunnar eru eftirfarandi.

You are also welcome to share your thoughts and memories in the memorial book (link below). Your words, no matter how brief, will be a meaningful addition to the collective remembrance of Ronald.
https://everloved.com/life-of/ronald-sultana/memories/?share-memory=2&flow=220

Blessuð sé minnig Ronalds Sultana.