Tilnefningar félagsmanna í tilefni Dags náms- og starfsráðgjafa!

Kæru félagsmenn, 

Í tilefni af Degi náms- og starfsráðgjafar þann 20. október nk. óskar stjórn félagsins eftir tilnefningum félagsmanna til viðurkenningar fyrir störf í þágu náms- og starfsráðgjafar. 

Tilgangur viðurkenningarinnar er að vekja athygli á fagmennsku og nýsköpun í starfi náms- og starfsráðgjafa og framlagi einstakra félagsmanna til fags og stéttar. Félagið hefur veitt félagsmanni viðurkenningu fyrir störf í þágu náms- og starfsráðgjafar frá árinu 2006. 

Hægt er að tilnefna bæði einstaklinga eða sérstök verkefni og þá sem að þeim standa. Frestur til að senda inn tilnefningu ásamt stuttri greinargerð um þann sem er tilnefndur er 18. október og skal senda á netfangið fnsstjorn@gmail.com.

Fyrir hönd stjórnar FNS, 

Greta Jessen ritari.

Föstudagur, 14. október 2022 - 11:00