Til hamingju með daginn !!

Linkur að Sway fyrir þá sem vilja: Sway fréttabréf

Í fréttum er þetta helst!

Félag náms- og starfsráðgjafa - Fréttapistill  20. október, 2022

 

  • Dagur náms- og starfsráðgjafar 20. október 2022
  • Framúrskarandi fagfólk :  Viðurkenning fyrir störf í þágu náms- og starfsráðgjafar
  • Haustráðstefna FNS 10. - 11. nóvember : Skráningarfresti lýkur 3. nóvember
    • Kynning á fyrirlesara - Sigríður Hulda Jónsdóttir
  • Heildarendurskoðun á framhaldsfræðslukerfinu:  fulltrúar FNS í starfshópi
  • IAEVG ráðstefna í júní 2023 í Haag í Hollandi

Dagur náms- og starfsráðgjafar - Sýnileiki fags og starfs

Til hamingju með daginn!

Árlega, þann 20. október,  fögnum við í Félagi náms- og starfsráðgjafa (FNS) og  höldum upp á Dag náms- og starfsráðgjafar ásamt því að vekja athygli á faginu og starfi náms- og starfsráðgjafa á fjölbreyttum starfsvettvöngum.  Náms- og starfsráðgjöf er lögbundin þjónusta og gæði hennar meðal annars tryggð með kröfum um menntun þeirra sem ráðgjöfina veita.  Við berum stolt starfsheitið náms- og starfsráðgjafi og viljum leggja áherslu á aðgengi að náms- og starfsráðgjöf og náms- og starfsfræðslu.  Við leggjum áherslu á gæði og fagmennsku í starfi, höldum í heiðri siðareglur félagsins og erum málsvarar þeirra einstaklinga sem til okkar leita.  Við, félagsfólkið í FNS, vinnum sameiginlega að því að rækja hlutverk félagsins sem er meðal annars  að efla náms-og starfsráðgjöf, samheldni og tengsl félagsmanna ásamt fag- og stéttarvitund íslenskra náms- og starfsráðgjafa.

1 - Náms- og starfsráðgjafar eru.....

Framúrskarandi fagfólk: Viðurkenning fyrir störf í þágu náms- og starfsráðgjafar

Samhliða því að fagna Degi náms- og starfsráðgjafar þá er félagsmanni og/eða verkefni veitt viðurkenning fyrir framlag  til náms- og starfsráðgjafar. Tilgangur viðurkenningarinnar er að vekja athygli á  fagmennsku og nýsköpun í starfi náms- og starfsráðgjafa og framlagi einstakra félagsmanna til fags og stéttar.  Stjórn FNS óskar ár hvert eftir tilnefningum félagsmanna.  Í fyrra, 2021, þá hlutu Arnar Þorsteinsson og Nanna Imsland náms- og starfsráðgjafar viðurkenningu fyrir framlag til stafrænnar þróunar í náms- og starfsráðgjöf.  Þau eru framúrskarandi fagfólk!

https://sway.office.com/Y4AN4rmS0p4sENuB#content=jXC54b6SfYx22H

2 - Kveðja frá Arnar Þorsteinssyni í tilefni dagsins

https://sway.office.com/Y4AN4rmS0p4sENuB#content=b9Pqo25lHysLqc

3 - Kveðja frá Nönnu Halldóru Imsland í tilefni dagsins

Hér eru nöfn þeirra náms- og starfsráðgjafa sem hafa hlotið viðurkenningu Félags náms- og starfsráðgjafa og lagt sitt af mörkum til að efla náms- og starfsráðgjöf á Íslandi.

2021 Arnar Þorsteinsson og Nanna Halldóra Imsland

2020 Allir félagsmenn FNS

2019 Sif Einarsdóttir

2018 María Dóra Björnsdóttir

2016 Guðbjörg Vilhjálmsdóttir - heiðursviðurkenning

2015 Fjóla María Lárusdóttir

2014 Toby Herman 

2013 Davíð S. Óskarsson og Guðrún Kristinsdóttir 

2012 Ólafur Haraldsson 

2011 Ingveldur Sveinbjörnsdóttir 

2010 Jónína Kárdal 

2009 Ágústa Ingþórsdóttir 

2008 Hrafnhildur Tómasdóttir 

2007 Sigrún Ágústsdóttir og Björg Birgisdóttir

2006 Guðbjörg Vilhjálmsdóttir

Hver hlýtur viðurkenninguna í ár?                                 Kemur í ljós á haustráðstefnu FNS!

Haustráðstefna FNS - Dagskrá og skráningarfrestur til 3. nóvember

Undirbúningur fyrir haustráðstefnu FNS gengur vel og við hlökkum mikið til að heimsækja höfuðstað Norðurlands, Akureyrarbæ. Þetta er kjörið tækifæri til að hitta félagsfólk, skoða og ræða málin saman og efla félagsandann. Þess ber að geta að skráningu lýkur þann 3. nóvember og er félagsfólk hvatt til að ganga frá skráningu sinni sem fyrst.  

Stolt og sameinuð stétt í sókn                                      Sigríður Hulda Jónsdóttir

Sigriður Hulda Jónsdóttir verður fyrst á dagskrá á haustráðstefnu FNS.  Í framsögu sinni mun Sigríður Hulda  fjalla um á hvern hátt náms- og starfsráðgjafar geta aukið við virði sitt sem starfsfólk, samstarfsfólk og félagsfólk í náms- og starfsráðgjafarfélaginu.  Við skoðum sameiginlega í hverju stolt okkar og sérstaða felst og ræðum á hvern hátt hver og einn getur gert faglega sóknaráætlun sem hver og einn getur nýtt sér á sínum vinnustað

Sigríður Hulda  er eigandi fræðslu- og ráðgjafafyrirtækisins SHJ ráðgjöf þar sem helstu verkefni eru fræðsla, ráðgjöf, stefnumótunarvinna og stjórnendaþjálfun fyrir fyrirtæki og stofnanir. Hún hefur lokið MBA gráðu og MA gráðu í náms- og starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands auka þess að vera með kennsluréttindi og BA gráðu í uppeldis- og menntunarfæðum.  Sigríður Hulda hefur yfirgripsmikla reynslu á sviði náms- og starfsráðgjafar og kennslu á framhaldsskólastigi og var  forstöðumaður Stúdentaþjónustu við Háskólann í Reykjavík. Hún hefur einnig unnið ýmis verkefni fyrir Mennta- og menningarráðuneytið og tekið þátt í fjölmörgum Evrópskum rannsóknarverkefnum um menntun, brotthvarf og stuðningskerfi. 

Heildarendurskoðun á framhaldsfræðslukerfinu - fulltrúar FNS í starfshópi

Félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp um heildarendurskoðun á  framhaldsfræðslukerfinu og lögum um framhaldsfræðslu, nr. 27/2010. Hlutverk hópsins verður að  greina stöðuna í málaflokknum með gerð grænbókar og koma í kjölfarið með tillögu að stefnu sem og  að veita ráðgjöf við gerð frumvarps til nýrra laga um framhaldsfræðslu sem fyrirhugað er að leggja  fram á 154. löggjafarþingi. Ráðuneytið óskaði eftir tilnefningu tveggja fulltrúa frá FNS í starfshópinn 

 

Stjórn FNS hefur tilnefnt Eydísi Kötlu Guðmundsdóttir hjá Fræðlsunetinu - Símenntun á Suðurlandi og Guðrúnu Völu Elísdóttur náms- og starfsráðgjafa hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands. 

4 - Eydís Katla Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi

5 - Guðrún Vala Elísdóttir, náms- og starfsráðgjafi

Hvað er að gerast á alþjóðavettvangi?

6 - IAEVG ráðstefna haldin í júní 2023 í Haag í Hollandi

IAEVG (International Associaton for Educational and Vocational Guidance) hefur tilkynnt að ráðstefna verði haldin næsta sumar í Haag í Hollandi.  Komið er að fyrsta kalli (first call) eftir erindum og kynningum.

 

Úr tilkynningu frá IAEVG:

Call for Papers IAEVG conference 2023 The Hague

 

Noloc, together with Euroguidance and the Open University, is organizing the 45th global IAEVG conference. This will take place from 27 to 30 June 2023 in the World Forum in The Hague. The theme is 'Lifelong development as a standard'. Do you want to contribute content? You can respond to the 'Call for Papers' by 15 December at the latest.

 

We are very happy to welcome you to the International IAEVG conference. Lifelong development as a standard is not jus a theme - it is what we aim for, a goal as well as a very needed future. We invite you to join us and participate, collaborate and innovate on topics that matter.

 

On behalf of Noloc, the Dutch Association of Guidance Counsellors, we would like to welcome you to our conference on June 28-30, 2023. The theme of the conference is Life Long Development as a standard. The labor market is changing rapidly. Old professions dissapear, new ones take their place and are developing faster and faster. People need to adapt at a pace that matches those developments. Also challenges like sustainability and climate change requires that people constantly acquire new knowledge and skills. The key is to stay on top of these developments by learning and development.

 

The World Economic Forum indicates that 85 million jobs will be lost worldwide by 2025 due to technology. The 97 million new jobs that will replace them demand different new skills for employees, so investing in learning and development is crucial. In short, it is the pursuit of a positive and self-evident learning culture.

 

Where do our educational and vocational guidance counsellors find themselves in all this? How can we deal with the current situation, and what will it be like in the future? What are the challenges facing us? What will be demanded of us in the future? Our conference in The Hague Welcome promises to be an interesting international meeting on a social, cultural, and intellectual level. Where the sharing of knowledge, thoughts and ideas contributes to the career professional of the future.

The conference is an excellent opportunity to make relevant research or an innovative case study in our beautiful field visible. Anyone who wants to contribute to the content of the conference can respond to the 'Call for Papers'. This document can be found on the conference site. Each proposal should have a clear link to scientific research and/or innovative practices and an important link to the theme or one of the sub-themes of the conference. A proposal must be submitted in English. Two members of the scientific committee will assess the proposal.

More information about the conference can be found at www.iaevgconference2023.nl.

Sýnum okkur og sjáum aðra á samfélagsmiðlum

Jóhanna María Vignir vefstjóri og tengiliður við upplýsinga- og kynningarnefnd sendi hvatningu til félagsfólks í tilefni Dags náms- og starfsráðgjafa og er hún ítrekuð hér:

Við hvetjum alla félagsmenn til að setja í ,,story" (í gegnum fyrirtæki, stofnun eða sitt persónulega, ykkar er valið) stutt myndband þar sem að þið talið um starfið ykkar og/eða svarið eftirfarandi spurningum:

-á hvaða vinnustað starfar þú?

 -hver eru þín helstu verkefni?

 -hvaða verkefni finnst þér skemmtilegust í þínu starfi?

 -hvaða skilaboðum viltu þú koma til skila í tilefni dags náms- og starfsráðgjafar ?

OG SETJIÐ @FNS með í texta en þá getum við bætt því við í okkar ,,story" og vakið athygli á fjölbreytni okkar starfs og hvar okkur er að finna :). 

                                                                                             

Kæra félagsfólk!

Njótið dagsins og alls þess sem okkar frábæra starf gefur okkur

Með bestu kveðjum,

Stjórn FNS

Fimmtudagur, 20. október 2022 - 15:45