Stjórn FNS 2022-2023 skiptir með sér verkum

Nýkjörin stjórn Félags náms- og starfsráðgjafa 2022-2023 hefur haldið sinn fyrsta stjórnarfund og skipt með sér verkum.  Jónína Kárdal er formaður og var kjörin á aðalfundi í vor.

Helga Valtýsdóttir gegnir embætti varaformanns og Hildur Björg Vilhjálmsdóttir er gjaldkeri. Greta Jessen er ritari og er jafnframt norrænn fulltrúi.  Jóhanna María Vignir er vefritstjóri og Hrönn Grímsdóttir hefur umsjón með póstlista og félagatali.  Heimir Haraldsson er meðstjórnandi og er tengiliður við ákveðnar nefndir FNS. Enn eru óráðstöfuð pláss í ákveðnum nefndum og ráðum FNS.  Stjórnin hvetur félagsfólk til að gefa kost á sér með því að senda tölvupóst á fns@fns.is. Það er aldrei of seint að taka þátt - hafðu áhrif!

 

Miðvikudagur, 22. júní 2022 - 14:00