Stafræna hæfnishjólið - kynning og fræðsla í dag kl. 14

Fræðslunefnd FNS kynnir:

Þriðjudaginn, 22. mars kl. 14:00 - 15:00 býðst félagsmönnum FNS að hlýða á erindi frá VR um stafræna hæfnihjólið.

Sérfræðingur í starfsmenntamálum hjá VR, fer yfir hugtakið stafræn hæfni ásamt því að kynna þá þætti sem Evrópusambandið hefur flokkað sem meginþætti stafrænnar hæfni. Einnig er farið yfir það hvernig Stafræna hæfnihjólið virkar en hæfnihjólið er sjálfmatspróf á netinu að evrópskri fyrirmynd. Niðurstöður sjálfsmatsprófsins gefa góða yfirsýn yfir stafræna hæfni einstaklings, flokkar hana í mismunandi flokka og gefur leiðbeiningar um hvernig hver og einn getur unnið með eigin niðurstöður í framhaldinu.

Fundurinn er fjarfundur og er settur upp með þeim hætti að fyrst er spilað myndband með kynningunni frá VR og svo sitja starfsmenn frá VR fyrir svörum eftir það og svara spurningum.

Sjá nánari upplýsingar á FB síðu félagsins hér þar sem hægt er að tengjast Zoom

Þriðjudagur, 22. March 2022 - 13:00