Spennandi ráðstefna í Bergen í október 2021

Ráðstefna: Career in the post-welfare society. Precariousness, work migration and transitions.

Dagana 6. og 7. október næstkomandi verður haldin spennandi ráðstefna sem náms- og starfsráðgjafar ættu ekki að láta framhjá sér fara. Ráðstefnan er haldin á vegum norræna rannsóknahópsins NoRNet og Western Norway University of Applied Sciences. Þetta er þriðja ráðstefna norræna hópsins og það væri nú gaman að hafa íslenska ráðgjafa með á þessari. Þátttakendur geta valið milli þess að vera með í Bergen eða á netinu.

Ráðstefnan fjallar um starfsferilsbreytingar, óörugg ráðningarkjör, búferlaflutninga starfsfólks og áhrif sem breytingar á aðstæðum í þjóðfélaginu hafa á náms- og starfsráðgjöf. Fjórir aðalfyrirlesarar, þ.á.m. einn íslenskur, flytja erindi. Auk þess munu verða flutt mörg erindi í málstofum um rannsóknir á náms- og starfsráðgjöf og því sem henni tengist.

Nánari upplýsingar eru á heimasíðu ráðstefnunnar HÉR 
Hægt er senda spurningar um ráðstefnuna í tölvupósti: hvl-nornet@hvl.no 

 

sunnudagur, 14. febrúar 2021 - 16:15