Ráðstefna NVL 23. - 24. nóvember 2017 í Malmö, Svíþjóð

Career Management Skills  – Hvað – Hvers vegna – Hvernig?
NVL býður til ráðstefnu um færni í stjórnun eigin starfsferils eða Career Management Skills (CMS) – sem er mikilvægt verkfæri frá sjónarhóli náms- og starfsráðgjafar
Færni í stjórnun eigin starfsferils (CMS) gerir fólki kleift að koma auga á færni sína og setja sér raunhæf markmið fyrir nám og störf. Á ráðstefnunni verður boðið upp á fyrirlestra alþjóðlegra vísindamanna. Einnig verða og náms- og starfsráðgjafar frá Norðurlöndunum með vinnustofur þar sem kynnt verða raundæmi um hvernig færni einstaklingsins til stjórnunar eigin starfsferlis er efld með ráðgjöf og fræðslu, jafnt í tengslum við vinnumiðlun, sí- og endurmenntun

Dagskrá, nánari upplýsingar og skráning er að finna hér:  http://nvl.org/content/Career-Management-Skills

Mánudagur, 11. september 2017 - 17:45